FÍ Fótfrár

Um verkefnið 2021

Verkefnin FÍ Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur eru systurverkefni. Í Fótfráum er gengið á eitt fjall í mánuði. Fjöllin sem fyrir valinu verða eru miðlungi erfið til krefjandi og almennt er gengið hraðar en í Léttfeta. Hver ganga er kynnt í vikunni fyrir brottför með tölvupósti til þátttakenda og/eða á Facebook síðu hópsins. Þátttakendur sjá sjálfir um að komast að upphafsstað göngu.

Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember. Farið er í 10 dagsferðir og eina helgarferð þannig að alls eru göngudagar 12 talsins. Gengnir verða skv. áætlun 152 km og með samanlagðri hækkun upp á 7.420 m.

FÍ Fótfrár er tilvalinn fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem þessi hópur ræðst til uppgöngu á miðlungi erfið og allt upp í krefjandi fjöll. Þátttakendur þurfa því að vera í nokkuð góðu gönguformi.

Kynningarfundur þriðjud. 12. janúar.

KYNNINGARFUNDUR

Verkefnið er fullbókað. 

Umsjónarmenn eru Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson.

Verð: 49.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið. 

Dagskrá FÍ Fótfrás 2021

Dagsetning Vikudagur Áfangastaður Lengd/hækkun
12.01. Mánudagur Kynningarfundur  
16.01. Laugardagur Sveifluháls 8 km/250m
06.02. Laugardagur Múlafjall í Hvalfirði 12 km/350m
06.03. Laugardagur Dagmálafjall í Eyjafjöllum 14 km/840m
10.04. Laugardagur Hestfjallahnúkur í Hreppum 14 km/500m
01.05. Laugardagur Skarðshyrna og Heiðarhorn í Skarðsheiði 12 km/1000m
05.06. Laugardagur Sindri í Tindfjöllum 15 km/750m
06.-07.08. Helgarferð Nýidalur: Vonarskarð og Tungnfellsjökull** 25 km/1600m
04.09. Laugardagur Borgir í Eystri-Hagafellsjökli*** 20km 650m
02.10. Laugardagur Fagraskógarfjall á Mýrum 11 km/500m
06.11. Laugardagur Kvígindisfell 9 km/630m
04.12. Laugardagur Reykjadalur/Grænidalur 12 km/350m


* Rúta sem greiðist aukalega
** Skála- eða tjaldgisting sem greiðist aukalega
*** Jöklabúnaður nauðsynlegur

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Skráning í FÍ Fótfrá

 

Verkefnið er fullbókað.