Næsta skrefið

Um verkefnið 2021

FÍ Fyrsta skrefið og FÍ Næsta skrefið eru marghliða heilsuátaksverkefni sem byggjast á reglubundnum göngum á þægileg fjöll. Verkefnið er ætlað þeim sem vilja koma sér af stað eftir hlé eða hefja heilsurækt á fjöllum. Göngurnar eru sambland af heilsurækt og fræðslu í bland við skemmtun og ýmsan fróðleik. Gengið er á þægilegum hraða við allra hæfi.

FÍ Fyrsta skrefið starfar að vori frá janúar til maí og lokaverkefni hópsins er ganga á Snæfellsjökul. FÍ Næsta skrefið er sjálfstætt framhald, starfar frá september fram í desember. Greitt er sérstaklega fyrir hvort verkefni fyrir sig.

Umsjón: Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Verð: 84.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.

 

KYNNINGARFUNDUR Á FACEBOOKSÍÐU FÍ, 30. ÁGÚST KL.20

Dagskrá Næsta skrefsins 2021

Dags. Vikudagur Tími Áfangastaður
30. ágú Mánud. 20:00 Facebook síðu FÍ
11.sep Laugard. 09:00 Mosfell / Kynningarganga
16.sep Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
18.sep Laugard. 09:00 Stóri Hrútur. Gosstöðvarnar
23.sep Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
25. -26. sep Helgarferð 08:00 Óvissuferð
30.sep Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
3.okt Sunnud. 09:00 Keilir
7.okt Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
10.okt Sunnud. 09:00 Vörðuskeggi á Hengli
14.okt Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
17.okt Sunnud. 09:00 Sveifluháls frá Seltúni
21.okt Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
24.okt Sunnud. 09:00 Helgafell um Skammadal
29.okt Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
31.okt Sunnud. 09:00 Skálafell í Mosfelldal
4.nóv Fimmtud 18:00 Úlfarsfell
6.nóv Laugard. 09:00 Fjallið eina og Sandfell
12.nóv Fimmtud 18:00 Úlfarsfell
14.nóv Laugard. 09:00 Esjan að Steini
19.nóv Fimmtud 18:00 Úlfarsfell
21.nóv Laugard. 09:00 Þorbjörn í Grindavík
26.nóv Fimmtud 18:00 Úlfarsfell
28.nóv Laugard. 09:00 Reykjaborg og Lali
2.des Fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
4.des Laugard. 09:00 Helgafell í Mosfellsbæ
9.des fimmtud. 18:00 Úlfarsfell
11.des Laugard. 09:00 Úlfarsfell. Áttan í Skóginum. Útskrift

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Smelltu á mynd til að bóka