FÍ Gönguferðir eldri og heldri

FÍ Gönguferðir eldri og heldri 

Það er fátt eins heilsubætandi og góður göngutúr nema þá kannski göngutúr í skemmtilegum hópi. Ferðafélag Íslands heldur úti gönguferðum fyrir eldri og heldri félaga FÍ.
Verkefnið hefst 16. september, á degi íslenskrar náttúru og stendur til 4. nóvember. Gengið verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, frá ýmsum stöðum í Reykjavík. Göngurnar hefjast kl. 11 á morgnana og eru um 60-90 mínútna langar. Gengið verður eftir göngustígum um ýmis hverfi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og ákveðið verður með viku fyrirvara frá hvaða stað verður gengið.

Gott er að vera í góðum gönguskóm og í viðeigandi útivistarfatnaði og broddum þegar við á. Þá geta göngustafir líka komið sér vel. 

Facebooksíða verkefnisins: FÍ Gönguferðir eldri og heldri

Umsjón: Ólöf Sigurðardóttir

Verð: 7.900 árgjald FÍ 2021

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

 

Smelltu á mynd til að bóka