- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Göngur og gaman er 9 mánaða fjallaverkefni sem stendur yfir veturinn 2022 – 2023. Verkefnið byrjar á ævintýraferð til Vestmannaeyja og endar á helgarferð í Þórsmörk. Verkefnið er fyrir alla sem vilja ganga miðlungs erfið fjöll, hafa gaman og njóta en ekki þjóta. Gengið er annað hvert miðvikudagskvöld og annan hvern laugardag í sömu viku og frí hina vikuna, alls 26 göngur og 2 helgarferðir.
Verkefni fyrir þá sem vilja ganga á miðlungs erfið fjöll og hafa reynslu af fjallgöngum. Myndir úr verkefninu.
Umsjón: Edith Ólafía Gunnarsdóttir.
Greiða þarf árgjald 2022 til að taka þátt í verkefninu.
Verð: 133.000 fyrir félagsfólk FÍ
Verð: 141.200 árgjald FÍ 2022 innifalið í verði.
Kynningarfundur / Undirbúningsfundur: Mánudaginn 15. ágúst kl 20 á Facebook síðu FÍ.
Búið er að loka skráningu í verkefnið 2023.
Dagseting | Dagur | Tími | Áfangastaður | lengd / hækkun |
10.-11. sep. | Helgi | 07:00 | 7 tindar Vestmannaeyjar - helgi * | |
21. sep. | Miðvikud. | 18:00 | Sandfell Þingvöllum | 5 km / 350 m |
24. sep. | Laugard. | 09:00 | Þjófahnúkur og Tröllatindur | 8 km / 300 m |
5. okt. | Miðvikud. | 18:00 | Súlufell Þingvöllum | 6 km / 350 m |
8. okt. | Laugard. | 09:00 | Blákollur Ölveri | 6 km / 650 m |
19. okt. | Miðvikud. | 18:00 | Fíflavallafjall | 5 km / 350m |
22. okt. | Laugard. | 09:00 | Molddalahnúkar og Ölkelduhnúkur | 12 km / 600 m |
2. nóv. | Miðvikud. | 18:00 | Rauðuhnúkar | 5 km / 250 m |
5. nóv. | Laugard. | 09:00 | Snóksfjall | 6 km / 550 m |
16. nóv. | Miðvikud. | 18:00 | Grímannsfell og Helgufoss | 6 km / 350 m |
19. nóv. | Laugard. | 10:00 | Brekkukambur | 7 km / 750 m |
30. nóv. | Miðvikud. | 18:00 | Skógar og Strípshringur | 7 km / 100 m |
3. des. | Laugard. | 10:00 | Húsfell | 10 km / 250 m |
JÓLAFRÍ | JÓLAFRÍ | |||
28. jan. | Laugard. | 10:00 | Lokufjall og Hnefi | 8 km / 550 m |
8. feb. | Miðvikud. | 18:00 | Valahnúkar | 7 km / 150 m |
11. feb. | Laugard. | 10:00 | Skarðsmýrarfjall | 7 km / 500 m |
22. feb. | Miðvikud. | 18:00 | Búrfell Heiðmörk | 6 km / 100 m |
25. feb. | Laugard. | 10:00 | Lambafell | 6 km / 400 m |
8. mar. | Miðvikud. | 18:00 | Hafrahlíð, Lali og Reykjaborg | 6 km / 250 m |
11. mar. | Laugard. | 09:00 | Skálatindur Esjunni | 10 km / 700 m |
22. mar. | Miðvikud. | 18:00 | Haukafjöll, Þríhnúkar og Tröllafoss | 7 km / 250 m |
25. mar. | Laugard. | 09:00 | Langihryggur og Stóri Hrútur | 9 km / 550 m |
PÁSKAFRÍ | PÁSKAFRÍ | |||
19. apr. | Miðvikud. | 18:00 | Hátindur Dyrafjöllum | 5 km/ 250 m |
22. apr. | Laugard. | 09:00 | Hafnarfjall í gegnum geilina | 10 km / 950 m |
3. maí | Miðvikud. | 18:00 | Tjarnarhnúkur og Lakahnúkur | 7 km / 400 m |
6. maí | Laugard. | 09:00 | Hróarstindar | 11 km / 700 m |
17. maí | Miðvikud. | 18:00 | Lágafell Þingvöllum | 7 km / 300 m |
20-21. maí | Helgi | 07:00 | Þórsmörk - Helgarferð * |
* Rúta, gisting , sigling greiðist sér.
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.