FÍ Hátindar

Um verkefnið 2021

FÍ Hátindar er frábært prógram sem spannar heilt ár og er stútfullt af skemmtilegum fjöllum. Við förum í tvær göngur í mánuði, eina styttri og eina lengri. Úrvalið er mikið, allt frá lágum fellum til hæsta fjalls Íslands utan jökla. 
Þetta prógram hentar vel þeim sem eru með grunn í fjallamennsku og treysta sér í lengri og hærri fjöll. 
Umsjón: Tomazs Þór Veruson.

 


Verð: 75.900  árgjald FÍ 2021 innifalið.

Dagskrá

Dagsetning Vikudagur Áfangastaður
06.02. Laugardagur Hróarstindur *
16.02. Þriðjudagur Reykjaborg og Hafrafell
06.03. Laugardagur Þríhyrningur
16.03. Þriðjudagur Litli Meitill
13.04. Þriðjudagur Kerhólakambur
24.04. Laugardagur Búrfell á Þingvöllum *
08.05. Laugardagur Birnudalstindur **
18.05. Þriðjudagur Sauðadalshnúkur
12.06. Laugardagur Högnhöfði
10.07. Laugardagur Smjörhnúkur og Tröllakirkja
14.08. Laugardagur Snæfell **
17.08. Þriðjudagur Hvirfill í Bláfjöllum
04.09. Laugardagur Geirhnúkur
14.09. Þriðjudagur Ingólfsfjall
02.10. Laugardagur Bláfell á Kili **
12.10. Þriðjudagur Smáþúfur
07.11. Sunnudagur Ölver og Svartitindur *
16.11. Þriðjudagur Helgafell í Hafnarfirði

 

* Mögulega gerð krafa um jöklabrodda og ísexi

** Jöklabúnaður (broddar, exi, belti og karabína) skylda

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið. Hægt er að skrá sig á

biðlista hér