FÍ Heilsugöngur

Um verkefnið 2021

FÍ Heilsugöngur er verkefni fyrir þá sem vilja efla heilsu og lífsgæði, stunda útivist og hreyfingu í góðum félagsskap, njóta en ekki þjóta í göngum og draga úr streitu? Þar ætlum við að ganga öll mánudagskvöld, njóta útivistar, anda að okkur súrefnisríku fersku lofti og hreinsa hugann. Öll fimmtudagskvöld ætlum við í jóga nidra djúpslökun sem eru endurnærandi og heilandi fyrir líkama og sál. En hefur einnig mjög jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu og er ein besta aðferð til að draga úr streitu. Verkefnið er opið fyrir alla, fyrir byrjendur og lengra komna, fyrir þá sem vilja draga úr streitu, efla heilsu og lífsgæði. Fjallaverkefnið samanstendur af 13 göngum og 13 jógatímum. 

Umsjón: Edith Gunnarsdóttir.

Verð með jóga: 89.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.
Verð án jóga: 77.900 árgjald FÍ innifalið. 

 

Kynningarfundur mánudaginn 23. ágúst kl. 20:00.  

Dagskrá FÍ Heilsugöngur

Dags Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
23.ágú Mánudagur 20:00 Kynningarfundur á FB síðu Ferðafélagsins  
31.ágú Þriðjudagur 20:00 Fræðslufundur á Zoom fyrir þátttakendur í verkefninu  
6.sep Mánudagur 18:00 Lyklafell við Sandskeið 4,5km/150m
9.sep Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
13.sep Mánudagur 18:00 Arnarfell og Bæjarfell / Krýsuvík 4km/200m
16.sep Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
20.sep Mánudagur 18:00 Meðalfell Kjós að vörðu 4km/250m
23.sep Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
27.sep Mánudagur 18:00 Haukafjöll og Þríhnjúkar Stardal 6km/250m
30.sep Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
4.okt Mánudagur 18:00 Hattur og Hetta Krýsuvík 6km/300m
7.okt Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
11.okt Mánudagur 18:00 Írafell Kjós 5km/250m
14.okt Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
18.okt Mánudagur 18:00 Arnarfell Þingvöllum 5,5km/200m
21.okt Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
25.okt Mánudagur 18:00 Úlfarsfell frá Skarhólabraut 4 km/250m
28.okt Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
1.nóv Mánudagur 18:00 Stóra Skógfell / Grindarvík 5,5km/200m
4.nóv Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
8.nóv Mánudagur 18:00 Stóra Kóngsfell Bláfjöllum 5km/280m
11.nóv Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
15.nóv Mánudagur 18:00 Vatnshlíðarhorn við Kleifarvatn 6km/300m
18.nóv Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
22.nóv Mánudagur 18:00 Lokufjall og Hnefi Esjunni 5,5km/350
25.nóv Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  
29.nóv Mánudagur 18:00 Kögunarhóll Esjunni 6km/490
2.des Fimmtudagur 17:15 Jóga nidra djúpslökun  

 

       

*Ferðaplön geta breyst eftir veðri

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Búið er að loka fyrir skráningu