FÍ Hjól og fjall

Um verkefnið 

Hjól er afbragðs gott tæki til þess að stunda útivist með nýjum hætti. Á hjóli komast menn yfir lengri vegalengdir en gangandi og sjá land og náttúru með öðrum augum. Hjól og fjall á vegum FÍ snýst um að hjóla saman um forvitnilegar slóðir og stíga svo af hjólinu og taka stutta fjallgöngu eða langa eftir atvikum. Myndir úr verkefninu
Hjólreiðar þjálfa jafnvægi, úthald og snerpu og margar rannsóknir sýna að fjölbreytt hreyfing er góð og því hentar vel að blanda saman hjólreiðum og göngu.

Hvað þarf ég að eiga?

Þess er vænst að þátttakendur eigi fjallahjól og sæmilegan fatnað til skjóls og hlífðar á hjóli og göngu. Allir þurfa að eiga hjálm og hjólafestingu á bíl svo flytja megi hjólið á upphafsstað göngu. Léttur bakpoki undir nesti og annað er nauðsynlegur. Umsjónarmenn og fararstjórar vilja að ferðirnar séu í hefðbundnum anda Ferðafélags Íslands þar sem áhersla er lögð á fræðslu og upplýsingar um sögu og náttúrufar þeirra slóða sem ferðast er um.

Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

Verð: 48.500 árgjald FÍ 2023 innifalið í verði. 

Undirbúningsfundur/ Kynningarfundur : Fimmtudaginn 4 maí, kl. 20:00 á Facebooksíðu FÍ.

Dagskrá 2023

Dag Vikudagur Hvar Lengd/hækkun/ganga  
21. maí Sunnudagur Umhverfis Mosfell 16 km / 250 m/ 3 km  
28. maí Sunnudagur Umhverfis Sandfell 20 km /200 m / 2 km  
3. júní Laugadagur Mosfellsheiði-hringur 30 km /250 m / 1 km  
8. júní Fimmtudagur Skeggjastaðir-Stardalur 13 km/ 100 m / 2 km  
11. júní Sunnudagur Umhverfis Skorradalsvatn 40 km / 200 m / 2 km  
17. júní Laugadagur Stíflisdalur-Kárastaðir o.fl 35 km / 200 m / 2 km  

 

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.

 

Lámarks þátttaka : 20 manns