FÍ Kvennakraftur

Um verkefnið 2023

FÍ Kvennakraftur er gönguverkefni ætlað konum sem eru að byrja í útivist og vilja ganga í góðum félagsskap án þess að fara hratt yfir. Hér er áherslan á að njóta fremur en að þjóta. Náttúruperlur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru margar og ætlum við að skoða nokkrar vel valdar perlur. Allir áfangastaðir eru í innanvið 40 mín akstursfjarlægð frá borginni. Gengið verður annað hvert þriðjudagsköld og annan hvern sunnudag í sömu vikunni, og frí í hinni vikunni. Verkefnið byrjar í lok janúar og lýkur með helgarferð í Langadal í Þórsmörk. Myndir úr verkefninu.

Verkefnið er hugsað fyrir konur sem vilja fara hægt yfir.

Umsjón: Agnes Ósk Sigmundardóttir og Steinunn Leifsdóttir.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

Verð: 68.500 árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.

Kynningarfundur: Þriðjudaginn 24 janúar kl. 20 á Fésbókarsíðu FÍ.

 

Dagskrá FÍ Kvennakraftur

Dag Vikudagur Hvert Tími Lengd/hækkun
31. jan Þriðjudagur Reykjafell og Æsustaðafjall 18:00 6 km/200 m
5. feb Sunnudagur Viðey (söguganga) * 13:00 6 km / 50 m
14. feb Þriðjudagur Lyklafell (þjóðsagnaþema) 18:00 5 km / 200m
19 .feb Sunnudagur Húsfell í Hafnarfirði 10:00 9km / 280m
28. feb Þriðjudagur Langavatn 18:00 6km / 240m
5. mars Sunnudagur Reynivallaháls 10:00 8 km/ 400 m
14. mars Þriðjudagur Mosfell 18:00 4 km / 250 m
19. mars Sunnudagur Grændalur og Reykjadalur 10:00 10km / 460m
28. mars Þriðjudagur Sandfell & Selfjall 18:00 5,6km / 350m
  PÁSKAFRÍ PÁSKAFRÍ PÁSKAFRÍ PÁSKAFRÍ
11. apríl Þriðjudagur Tröllafoss, Þríhnúkar og Haukafjöll 18:00 6km / 300m
16. apríl Sunnudagur Smáþúfur í Esjunni 10:00 6,6km / 640m
25. apríl Þriðjudagur Jórutindur 18:00 5km / 320m
30.apríl Sunnudagur Húsmúli í Henglinum 10:00 6 km /450 m
9.maí Þriðjudagur Blákollur 18:00 6 km / 350 m
14. maí Sunnudagur Sogin & Grænavatnseggjar 10:00 6,5km / 260m
23. maí Þriðjudagur Fíflavallafjall 18:00 5 km / 350m
2. -4. júní Helgarferð Langidalur í Þórsmörk *    


 * Rúta/ sigling greiðist aukalega

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.