FÍ Kvennakraftur I

Um verkefnið 2021 haust

Kvennakraftur er útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Að auki er hægt að fá leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir. Næstu námskeið hefjast í byrjun september og lýkur í lok nóvember.

Í FÍ Kvennakrafti I er boðið upp á göngur alla miðvikudaga og annan hvern sunnudag. Hópurinn hentar þeim sem vilja fara hægar yfir.

Í FÍ Kvennakrafti II er boðið upp á göngur alla þriðjudaga og annan hvern laugardag með FÍ Kvennakrafti III. Hópurinn hentar þeim sem vilja fara hraðar yfir.

Í FÍ Kvennakrafti III er boðið upp á göngur/fjallahlaup annan hvern mánudag, náttúruhlaup alla fimmtudaga og göngu annan hvern laugardag með FÍ Kvennakrafti II. Hópurinn hentar þeim sem vilja stunda göngur og náttúruhlaup.

Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður.
Umsjón fjarþjálfunar: Nanna Kaaber, íþróttafræðingur og einkaþjálfari.

Verð með styrktarþjálfun: 92.900 árgjald FÍ 2021 innifalið
Verð án styrktarþjálfunar: 80.900 árgjald FÍ 2021 innifalið

Verkefnið er fullbókað. Hægt er að skrá sig á  BIÐLISTA

FÍ Kvennakraftur I

FÍ Kvennakraftur I er útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Verkefnið er hugsað fyrir konur sem eru að byrja í fjallgöngum og þær sem vilja fara hægar yfir.

Að auki er hægt að fá leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir.

Næsta námskeið hefst með fræðslufundi miðvikudaginn 8. september og lýkur 28. nóvember. Á miðvikudögum kl. 18 er farið í fjallgöngu eða göngu á náttúrustígum og annan hvern sunnudag kl. 10.

Styrktarþjálfunin fer fram í gegnum netið og er í umsjón Nönnu Kaaber, íþróttafræðings. Tvær styrktaræfingar eru í viku og einn teygjudagur.

Dagskrá FÍ Kvennakraftur I haust 2021

Dagsetning Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
8. sep miðvikud. 18:00 Fræðslukvöld  
15. sep miðvikud. 18:00 Mosfell 4km / 200 m
19. sep Sunnud. 10:00 Tröllafoss og Þríhnúkar 6km/400m
22. sep miðvikud. 18:00 Búrfell/Búrfellsgjá 5km/100m
29. sep miðvikud. 18:00 Stórhöfðahringur 6km/140m
3. okt Sunnud. 10:00 Geitafell 8km/300m
6. okt miðvikud. 18:00 Stóra Kóngsfell og Drottning 5km/250m
13. okt miðvikud. 18:00 Heiðmörk 5km/100m
17. okt Sunnud. 10:00 Þyrill 8km/400m
20. okt miðvikud. 18:00 Sköflungur 7km/200m
27. okt miðvikud. 18:00 Litli Meitill 5km/300m
31. okt Sunnud. 10:00 Þorbjörn og Sýlingarfell 8km/430
3. nóv miðvikud. 18:00 Úlfarsfell 5km/230m
10. nóv miðvikud. 18:00 Helgafell Hfj. 6km/290m
14. nóv Sunnud. 10:00 Grímansfell 6km/480m
17. nóv miðvikud. 18:00 Reykjafell og Æsustaðafjall 7km/300m
24. nóv miðvikud. 18:00 Sólarhringur 8km/280m
28. nóv Sunnud. 10:00 Háihnúkur/Akrafjall 6km/540m

 

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Smelltu á mynd til að bóka