FÍ Kvennakraftur II

Um verkefnið 2022 

Kvennakraftur II er útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Verkefnið er hugsað fyrir konur sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og vilja fara hraðar yfir. Verkefnið stendur frá 13. september til 26. nóvember. Farið er í göngu annan hvern þriðjudag kl. 18 og annan hvern laugardag kl. 10. 

FÍ Kvennakraftur I er útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Verkefnið er hugsað fyrir konur sem eru að byrja í fjallgöngum og þær sem vilja fara hægar yfir. Verkefnið stendur frá 14. september til 27. Nóvember. Farið er í göngu annan hvern miðvikudag kl. 18 og annan
hvern sunnudag kl. 10

Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir.

Greiða þarf árgjald 2022 til að taka þátt í verkefninu.

Verð: 60.000 fyrir félagsfólk FÍ.
Verð: 68.200 árgjald FÍ 2022 innifalið í verði.

Kynningarfundur / Undirbúningsfundur: Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 20:00 á Facebook síðu FÍ.

Fullbókað er í verkefnið. Hægt er að bóka sig án Biðlista hér

Dagskrá FÍ Kvennakraftur II haust 2022

Dagsetning Dagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
13. sep. Þriðjud. 18:00 Sköflungur 6 km / 300 m
17. sep. Laugard. 10:00 Hafnarfjall 8,5 km / 800 m
27. sep. Þriðjud. 18:00 Vífilsfell 6,5 km / 480 m
1. okt. Laugard. 10:00 Ármannsfell 8,5 km / 700 m
11. okt. Þriðjud. 18:00 Jórutindur 5 km / 300 m
15. okt. Laugard. 10:00 Vörðu-Skeggi 13 km /700 m
25. okt. Þriðjud. 18:00 Sólarhringur 8 km / 250 m
29. okt. Laugard. 10:00 Litli og Stóri Reyðarbarmur 10 km / 450 m
8. nóv. Þriðjud. 18:00 Fjallið eina og Sandfell  5,5 km / 250 m
12. nóv. Laugard. 10:00 Sandsfjall og Esjuhorn 11 km / 700 m
22. nóv. Þriðjud. 18:00 Húsadalsleið 5 km / 240 m
26. nóv. Laugard. 10:00 Eldvörp 11 km / 260 m

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.