FÍ Landkönnuðir

Um verkefnið 2022

FÍ Landkönnuðir er áskrift að mánaðarlegum ævintýrum fyrir útskrifaða FÍ Landvætti og alla þá sem hafa sýnt af sér álíka þol og þrjósku. Hópurinn tekst á við margs konar áskoranir og útvíkkar þægindaramma þátttakenda enda eru flestar ferðanna afar krefjandi.

FÍ Landkönnuðaverkefnið nær að öllu jöfnu frá hausti og fram til sumarloka næsta árs. Boðið er upp á að minnsta kosti eitt ævintýri í mánuði þar sem markmiðið er að gera skemmtilega hluti úti í náttúrunni, læra eitthvað nýtt, ögra sjálfum sér og nota græjurnar sínar - jafnvel allar í sömu ferðinni :)

Fjöldi þátttakenda í verkefninu er takmarkaður.

Verkefni næsta árs stendur frá október, 2021 og fram í ágúst, 2022.

Umsjón: Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall.

Verð: 73.200 kr.
Innifalið er árgjald FÍ ásamt fimm viðburðum (3 ferðir og 2 námskeið). Greitt er sérstaklega fyrir aðrar ferðir.

Dagskrá FÍ Landkönnuða 2022

Hvenær Hvað Hvar
22.-24. okt. Fjölskylduferð Þórsmörk
2. nóv. Öryggisnámskeið* Zoom
6. nóv. Fjallahjóladagur* Þjórsárdalur
27. nóv. Fjallgöngudagur* Hlöðufell
12. des. Aðventuskíðaganga/Ferðaskíði* Jósepsdalur
15. jan. Jöklanámskeið Sólheimajökull
25. jan. Ferðast á gönguskíðum. Bóklegt* Zoom
12.-13. feb Ferðast á gönguskíðum. Verklegt* Skjaldbreið
17.-20. feb. Dekurskíðaferð/Ferðaskíði Víknaslóðir
4.-6. mars Skíðagönguferð/Ferðaskíði Laugavegur
10.-20. mars Skíðahyttuferð og drekaskíðanámskeið*** Noregur
19. mars Birkebeiner skíðakeppni** Noregur
1. -2. apríl Skíðagönguferð/Ferðaskíði Langjökull
26.-29. maí Jöklaleiðangur Goðahnúkar
4.-6. júní Fjallaskíðaferð Öræfajökulsaskjan
11. júní Birkebeiner hlaupakeppni** Noregur
17.-19. júní Tindaferð/Ferðaskíði Tungnafellsjökull
27. júní Kajaknámskeið Reykjavík
1.-3. júlí Kajak- og hellaferð Vestmannaeyjar
15.-17. júlí Keppnisferð** Vesturgatan
19.-21. júlí Hjólaferð Mývatnsöræfi
9.-15. ágúst Hlaupaferð Fjallabak
27. ágúst Birkebeiner hjólakeppni** Noregur
25. ág-2. sept Göngu- og kajakferð*** Noregur
 
*       Ferðir og námskeið innifalin í skráningargjaldinu.
**    Keppnir sem þátttakendur skrá sig í á eigin vegum.
***  Ferðir til útlanda, farnar eru á vegum og á ábyrgð Ferðaskrifstofunnar
Vertu úti, bókaðar og greiddar sérstaklega. 
 
 

Verkefnið er orðið fullbókað hægt er að skrá sig á BIÐLISTA