FÍ Landvættir

Um verkefnið 2021

Tvær æfingaleiðir standa til boða: FÍ Landvættir og FÍ Landvættir ½ .

Umsjónarmenn FÍ Landvætta eru Kjartan Long, Birna Bragadóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir, ásamt einvalaliði þjálfara og leiðbeinanda.


FÍ Landvættir

Verkefnið er orðið fullbókað.

FÍ Landvættir er æfingaverkefni sem stendur í rúma 9 mánuði, frá nóvember til júlí loka og hefur það takmark að ljúka öllum fjórum þrautum Landvættanna innan ársins. Landvættaþrautirnar fjórar eru eftirfarandi:

 • Fossavatnsgangan: 50 km skíðaganga. 2.- 3. apríl 2022. 
 • Bláalónsþrautin: 60 km fjallahjól. 11. júní, 2022.*
 • Þorvaldsdalsskokkið: 25 km fjallahlaup. 2.- 3. júlí, 2022.*
 • Urriðavatnssundið: 2,5 km vatnasund. 23. júlí, 2022.*
  * Óstaðfest dagsetning

FÍ Landvættir er hugsað fyrir venjulegt fólk sem vill stunda líkamsrækt úti í náttúru Íslands, setja sér ögrandi markmið og komast í frábært líkamlegt form í þéttum, skemmtilegum og styðjandi félagsskap.

Hópurinn er lokaður og æfir saman úti í náttúrunni á einni stórri æfingu í hverri viku á þriðjudegi eða fimmtudegi og af og til um helgar. Hópurinn fær einnig æfingaáætlun fyrir aðra daga til að fylgja á milli æfinga.

Verkefnið hefst með kynningafundi þar sem farið er yfir dagskrá vetrarins, kynningu á þjálfurum, skipulag æfinga, búnað, áskoranir og annað sem mikilvægt er að þátttakendur kynni sér áður en æfingar hefjast.

Á æfingatímabilinu er boðið upp á rafræna fræðslufyrirlestra og umræður um notkun smáforrita í þjálfun, markmiðasetningu, næringu, hlaup, sund, hjól og gönguskíði.

Á æfingatímabilinu er jafnframt farið í gegnum tækniæfingar, búnað og undirbúning fyrir landvættaþrautirnar. Að auki er boðið upp á lengri æfingadaga og æfingahelgar þar sem sjónum er beint að einstökum íþróttagreinum til undirbúnings fyrir landvættaáskorarnirnar (nánar á kynningafundi).

Fjöldi í verkefninu er takmarkaður við 40 þátttakendur, þjálfarar halda þétt utan um hópinn, veita aðhald og stuðning og fylgjast með framförum hvers og eins.

ATH: UPPFÆRÐUR TIMI Á FUNDI.

Upplýsingafundur verður haldinn 22. september kl. 18:00 í Sal FÍ, Mörkinni 6. 

 

Verð

Verð í verkefnið er 153.200 kr. Hægt er að skipta greiðslum, hafið þá samband við skrifstofu FÍ í síma 568 2533.
Innifalið í verði er árgjald FÍ 2022, 9 mánaða æfingaáætlun, ein sameiginleg æfing á viku, sérfræðifyrirlestrar og tækniæfingar, æfingahelgar og langir æfingadagar, hópskráning í þrautirnar (skráningargjöldin í hverja þraut eru ekki innifalin), utanumhald og aðhald, Fésbókarhópur og Stravahópur. Að ógleymdum frábærum félagsskap og nýjum vinum :)

__________________________________________________________________________________

FÍ Landvættir ½

Verkefnið er orðið fullbókað.

Hægt er að taka hálfan Landvætt og sérstakur æfingahópur undirbýr fólk fyrir það verkefni. FÍ Landvættir ½ taka þátt í sömu fjórum þrautum og Landvættir en vegalengdirnar eru styttri:

 • Fossavatnsgangan: 25 km skíðaganga. 2.- 3. apríl 2022. 
 • Bláalónsþrautin: 20 km fjallahjól. 11. júní, 2022.*
 • Þorvaldsdalsskokkið: 16 km fjallahlaup. 2.- 3. júlí, 2022.*
 • Urriðavatnssundið: 1,250 m vatnasund. 23. júlí, 2022.*

  * Óstaðfest dagsetning

Þessi hópur er hugsaður fyrir þá sem eru að koma sér af stað í fjölbreyttri hreyfingu úti í náttúrunni, fólk sem er að hefja sinn íþróttaferil, að byrja að æfa eftir hlé eða það fólk sem hefur æft eina íþróttagrein en langar að læra meira og útvíkka getuna. Þetta æfingaverkefni er einnig tilvalið fyrir þá sem vilja æfa sig upp í heilan Landvætt á þarnæsta ári 2023.

FÍ Landvættir ½ æfa jafnlengi og jafn mikið og FÍ Landvættir, þ.e. að meðaltali á einni sameiginlegri æfingu í hverri viku í um 9 mánuði en vegalengdirnar eru styttri og hraðinn minni. Hópurinn æfir saman úti í náttúrunni oftast annað hvort á þriðjudegi eða fimmtudegi og af og til um helgar. Hópurinn fær einnig æfingaáætlun fyrir aðra daga vikunar til að fylgja á milli æfinga.

Verkefnið hefst með kynningafundi þar sem farið er yfir dagskrá vetrarins, skipulag æfinga, búnaður, áskoranir og annað sem mikilvægt er að þátttakendur kynni sér áður en æfingar hefjast.

Á æfingatímabilinu er boðið upp á rafræna fræðslufyrirlestra og umræður um notkun smáforrita í þjálfun, markmiðasetningu, næringu, hlaup, sund, hjól og gönguskíði.

Á æfingatímabilinu er jafnframt farið í gegnum tækniæfingar, búnað og undirbúning fyrir landvættaþrautirnar. Að auki er boðið upp á lengri æfingadaga og æfingahelgar þar sem sjónum er beint að einstökum íþróttagreinum til undirbúnings fyrir landvættaáskorarnirnar (nánar á kynningafundi).

Fjöldi í verkefninu er takmarkaður við 40 þátttakendur, þjálfarar halda þétt utan um hópinn, veita aðhald og stuðning og fylgjast með framförum hvers og eins.

 

ATH: UPPFÆRÐUR TIMI Á FUNDI.

Upplýsingafundur verður haldinn 22. september kl. 18:00 í Sal FÍ, Mörkinni 6.

 

Verð

Verð í verkefnið er 153.200 kr. Hægt er að skipta greiðslum, hafið þá samband við skrifstofu FÍ í síma 568 2533.
Innifalið í verði er árgjald FÍ 2022, 9 mánaða æfingaáætlun, ein sameiginleg æfing á viku, sérfræðifyrirlestrar og tækniæfingar, æfingahelgar og langir æfingadagar, hópskráning í þrautirnar (skráningargjöldin í hverja þraut eru ekki innifalin), utanumhald og aðhald, Fésbókarhópur og Stravahópur. Að ógleymdum frábærum félagsskap og nýjum vinum :)

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

 • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.