- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
FÍ Með allt á bakinu er fyrir þau sem vilja búa sig undir göngur með allt á bakinu í sumar. Á virkum dögum verður gengið í nágrenni Reykjavíkur en um helgar verður bæði farið í lengri göngur og í útilegur með allt á bakinu. Farið verður í eina stutta útilegu með allt á bakinu lok apríl og aðra tveggja nátta útilegu í Þórsmörk í júní. Við munum nýta styttri og lengri göngur í verkefninu til að æfa okkur í prímuseldamennsku. Myndir úr verkefninu.
FÍ Með allt á bakinu er verkefni fyrir þau sem stefna á að fara í göngur með allt á bakinu í sumar og vilja prófa sig áfram í að sofa í tjaldi í óbyggðum og byggja upp bakpokaþolið.
Umsjón: Valgerður Húnbogadóttir og Árni Þór Finnsson.
Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.
Verð: 53.500 árgjald FÍ 2023 innifalið.
Undirbúningsfundur / Kynningarfundur: mánudaginn 3. apríl kl. 20 á Facebook síðu FÍ.
Dag | Vikudagur | Tími | Áfangastaður | Lengd/hækkun |
12. apríl | Miðvikudagur | 17:03 | Meðalfell í Kjós | 6 km / 350 m |
19. apríl | Miðvikudagur | 17:30 | Arnarfell við Þingvelli | |
28. - 29. apríl | Helgarferð | 18:00 | Útlega | |
10. maí | Miðvikudagur | 18:00 | Geitarfell | 9 km / 430 m |
20. maí | Laugardagur | 10:00 | Búrfell við Þingvelli | 14 km / 1000 m |
24. maí | Miðvikudagur | 18:00 | Glymur | |
31. maí | Miðvikudagur | 18:00 | Trana í Kjós | 9 km/ 680 m |
9. - 11. júní | Helgarferð | Útilega í Þórsmörk * |
* Rúta sem greiðist aukalega.
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.
SMELLTU Á MYND TIL AÐ BÓKA