- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
FÍ Með allt á bakinu er fyrir þau sem vilja lengja útivistar- og útilegusumarið og þau sem vilja taka örugg skref í átt að vetrarútilegum. Farið verður í göngur í nágrenni Reykjavíkur á virkum dögum og um helgar verður bæði farið í lengri göngur og í útilegur með allt á bakinu. Farið verður í eina útilegu í byrjun september og aðra um miðjan október. Við munum nýta styttri og lengri göngur í verkefninu til að æfa okkur í prímuseldamennsku.
Myndir úr verkefninu.
Í verkefninu verður farið yfir nauðsynlegan búnað fyrir göngur með allt á bakinu og haustútilegur og hvernig best sé að pakka í bakpokann.
Umsjón: Valgerður Húnbogadóttir og Árni Þór Finnsson.
Greiða þarf árgjald 2022 til að taka þátt í verkefninu.
Verð: 63.000 fyrir félagsfólk
Verð: 71.200 með árgjaldi FÍ 2022
Kynningarfundur: Þriðjudaginn 16. ágúst kl. 20 á Facebook síðu FÍ.
Dags. | Dagur | Tími | Áfangastaður | Lengd / hækkun |
31. ágú. | Miðvikud. | 17:30 | Hrómundartindur | 7 km/370m |
3. sep. | Laugard. | 9:00 | Kattartjarnarleið / bað í Reykjadal * | 17 km/300m |
7. sep. | Miðvikud. | 18:00 | Múlafjall | 6 km/300m |
14. sep. | Miðvikud. | 18:00 | Stóra Kóngsfell | 6 km/300 |
17. sep. | Laugard. | 11:00 | Ganga og útilega * (staðsetning ákv. síðar) | ca. 16 km/500m |
21. sep. | Miðvikud. | 18:00 | Blákollur | 5 km/360m |
28. sep. | Miðvikud. | 18:00 | Litli Meitill | 5 km/200m |
1. okt. | Laugard. | 10:00 | Vörðuskeggi | 13 km/550m |
5. okt. | Miðvikud. | 18:00 | Yfir Helgafell í Hafnarfirði | 6 km/260m |
8. okt. | Laugard. | Róleg haustútilega í nágrenni Reykjavíkur | 2 km | |
12. okt | Miðvikud. | 18:00 | Lyklafell | 5 km / 200 m |
*Rúta greiðist sér
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.
Smelltu á mynd til að bóka