FÍ Næsta skrefið

Um verkefnið 2022

FÍ Fyrsta skrefið og FÍ Næsta skrefið eru marghliða heilsuátaksverkefni sem byggjast á reglubundnum göngum á þægileg fjöll. Göngurnar eru sambland af heilsurækt og fræðslu í bland við skemmtun og ýmsan fróðleik. Gengið er á hraða við flestra hæfi.

FÍ Næsta skrefið starfar frá september fram í desember.
Verkefnið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjöll og þá sem vilja koma sér aftur að stað eftir hlé. 
Greiða þarf árgjald 2022 til að taka þátt í verkefninu.

Umsjón: Reynir Traustason  og Guðrún Gunnsteinsdóttir 

Verð: 69. 000 fyrir félagsfólk
Verð: 77.200 Árgjald FÍ 2022 innifalið í verði.

Kynningarfundur:  Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:00 á Facebook síðu FÍ.

Dagskrá 2022

Dagsetning Dagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
10. sep. Laugard. 09:00 Helgafell í Hafnarfirði 6 km/270 m
17.-18. sep. Helgi 07:00 Þórsmörk 2x 6 km
24. sep. Laugard. 09:00 Akrafjall og Guðlaug 8 km/600 m
2. okt. Sunnud. 08:00 Fagradalsfjall 10 km/350 m
9. okt. Sunnud. 09:00 Stóri-Meitill 10 km/300 m
16. okt. Sunnud. 09:00 Vífilsfell 6 km/450 m
23. okt. Sunnud. 09:00 Húsafell/Fiskidalsfjall 8 km/270 m
30. okt. Sunnud. 09:00 Skálafell á Hellisheiði 7 km/280 m
5. nóv. Laugard. 09:00 Sveifluháls endilangur 15 km/300 m
12. nóv. Laugard. 09:00 Esjan að Steini 7 km/580 m
19. nóv. Laugard. 09:00 Tröllafoss/Stardalshnúkar 7 km/250 m
26. nóv. Laugard. 09:00 Grímannsfell/Helgufoss 10 km/400m
3. des. Laugard. 09:00 Áttan á Úlfarsfelli 9 km/410 m

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

SMELLTU Á MYND TIL AÐ BÓKA
Lokadagur skráningar er 13. september