FÍ Næsta skrefið

Um verkefnið 2023

FÍ Næsta skrefið og FÍ Fyrsta skrefið og eru marghliða heilsuátaksverkefni sem byggjast á reglubundnum göngum á þægileg fjöll. Göngurnar eru sambland af heilsurækt og fræðslu ásamt skemmtun og ýmsum fróðleik. Gengið er á hraða við flestra hæfi. Myndir úr verkefninu.

FÍ Næsta skrefið starfar frá september fram í desember.
Verkefnið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjöll og þá sem vilja koma sér aftur að stað eftir hlé. 

Umsjón: Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Kynningarfundur: Miðvikudaginn 23. ágúst kl. 20:00 á ZOOM. Gott er að vera búin að hlaða niður Zoom forritinu fyrir fundinn. 

Smellið hér til að horfa á upplýsinga- og kynningarfundinn sem var 23. ágúst

Verð: 69. 000 fyrir félagsfólk FÍ.
Verð: 77.500 Árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

 

Dagskrá FÍ Næsta skrefið 2023

Dagsetning Dagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
10.sept. Sunnudagur 09:00 Reykjaborg og Lali 6 km / 270 m
17.sept Sunnudagur 09:00 Hrafnabjörg 6 km /310 m
23. - 24.sept  Helgarferð  07:00 Landmannalaugar 2 x 7 km 
1.okt Sunnudagur 08:00 Geitafell 6 km / 350 m
7.okt Laugardagur 09:00 Stóri-Meitill 7 km/ 300 m
14.okt Laugardagur 09:00 Hestfjall Borgarfirði 6 km/ 250 m
21.okt Laugardagur 09:00 Geitahlíð/Stóra Eldborg 8 km/270 m
28.okt Laugardagur 09:00 Meðalfell 7 km. /280 m
5.nóv Sunnudagur 09:00 Þórðarfell 15 km/300 m
12.nóv Sunnudagur 09:00 Esjan að Steini 7 km /580 m
19.nóv Sunnudagur 09:00 Skálafell í Mos 7 km /250 m
26.nóv Sunnudagur 09:00 Blákollur 5 km /294 m
2.des Laugardagur 09:00 Áttan á Úlfarsfelli 9 km /410 m

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.

 

Lámarks þátttaka : 20 manns

SMELLTU Á MYND TIL AÐ BÓKA