- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
FÍ Þrautseigur er fyrir þá sem vilja fara í fjölbreyttar göngur yfir allt árið. Verkefnið samanstendur af öllum göngum í FÍ Léttfeta og FÍ Fótfráum og eru því allt frá því að vera léttar til erfiðar. FÍ Þrautseigur hentar þeim sem vilja ganga talsvert mikið en dagskráin samanstendur af 20 dagsferðum og tveimur helgarferðum. Að jafnaði fer FÍ Þrautseigur í dagsgöngu fyrsta og þriðja laugardag í hverjum mánuði. Myndir úr verkefninu.
Ferðirnar henta fólki sem er í góðu gönguformi.
Umsjón: Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson.
Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.
Verð: 82.500 árgjald FÍ 2023 er innifalið í verði.
Undirbúningsfundur: 5. janúar kl. 20 á ZOOM
14. jan | Laugardagur | 10:00 | Vatnshlíðarhorn | 5 km |
21. jan | Laugardagur | 10:00 | Háleyjarbunga, Skálafell og Valahnúkur | 5 km |
4. feb | Laugardagur | 9:30 | Akrafjall | 14 km |
18.feb | Laugardagur | 9:30 | Laugarvatnsfjall | 7 km |
4. mar | Laugardagur | 7:00 | Vestmannaeyjar * | |
18. mar | Laugardagur | 9:00 | Geitafell í Þrengslum | 7 km |
1.apr | Laugardagur | 8:00 | Svörtutindar báðir * | 15 km |
15. apr | Laugardagur | 8:30 | Reyðarbarmur í Kálfstindum | 7 km |
6. maí | Laugardagur | 6:00 | Eyjafjallajökull ** | 14 km |
20.maí | Laugardagur | 8:00 | Grafningur - Hveragerði * | 12 km |
3. júní | Laugardagur | 8:00 | Smjörhnúkar Tröllakirkja | 19 km |
24. júní | Laugardagur | 8:00 | Ok | 10 km |
SUMARFRÍ | SUMARFRÍ | SUMARFRÍ | SUMARFRÍ | |
12. ágú | Laugardagur | 8:00 | Hafrafell við Langjökul | 18 km |
26. ágú | Laugardagur | 7:00 | Kjalfell * | 17 km |
1. sept | Helgaferð | 16:00 | Landmannalaugar */*** | |
15. sept | Helgarferð | 16:00 | Þórsmörk */*** | |
7.okt | Laugardagur | 9:00 | Kvígindisfell - Hvalfjörður | 16 km |
21. okt | Laugardagur | 8:30 | Þríhyrningur | 8 km |
4.nov | Laugardagur | 9:00 | Vikrafell: Hreðavatn - Langavatn. * | 14 km |
18. nóv | Laugardagur | 9:00 | Blákollur í Þrengslum | 5 km |
2.des | Laugardagur | 10:30 | Skammadalshringur | 6,5 km |
9. des | Laugardagur | 10:30 | Mosfell | 4 km |
* Rúta / sigling sem greiðist aukalega
** Jöklabúnaður nauðsynlegur
*** Gisting sem greiðist aukalega
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.