- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Hefur þig alltaf langað til að ganga Laugaveginn eða fara í lengri sumarferðir? FÍ Vaxandi er 10 mánaða verkefni sem stendur yfir veturinn 2022-2023 og hefur það að markmiði að koma þátttakendum í gott fjallgönguform fyrir sumarið 2023. Verkefnið er tilvalið fyrir alla sem langar að fara í lengri sumarferðir eins og Laugaveginn, Hornstrandir og Víknaslóðir sem dæmi með Ferðafélagi Íslands. Við byrjum á rólegum göngum og eftir því sem líða tekur á verkefnið verða göngurnar lengri og hækkunin meiri. Þátttakendur fá einnig fræðslu um ferðahegðun, öryggi og hvernig á að undirbúa sig fyrir lengri gönguferðir. Verkefnið endar síðan gönguhelgi í Þórsmörk og gönguferð um Laugaveginn. Verkefnið er fyrir alla sem vilja komast í betra gönguform, hafa gaman á fjöllum og njóta náttúrunnar. Gengið er annað hvert þriðjudagskvöld og annan hvern sunnudag í sömu viku og frí hina vikuna. Eftir ármótin verður í boði nokkrar styttri auka göngur á þriðjudögum til að auka þolið en meira fyrir sumarið. Fólk þarf ekki að hafa neina reynslu í fjallgöngum til að taka þátt í verkefninu. Verkefnið byrjar sem 1 skór og endar í 3 skór.
Búið er að loka skráningu í verkefnið 2023.
Umsjón: Edith Gunnarsdóttir.
Verð: 150.000 fyrir félagsfólk FÍ
Verð: 158.200 Árgjald FÍ 2022 innifalið í verði.
Kynningarfundur: Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20 á Facebook síðu FÍ.
Dag | Vikudagur | Tími | Áfangastaður | Lengd / hækkun |
30. ágú. | Þriðjud. | 20:00 | Kynningarfundur á Facebook kl. 20 | |
20. sep. | Þriðjud. | 18:00 | Skógar- og Strípshringur | 6 km / 100m |
25. sep. | Sunnud. | 09:00 | Kjalarnestá | 7 km / 100m |
4. okt. | Þriðjud. | 18:00 | Krossfjöll | 5 km / 150m |
9. okt. | Sunnud. | 09:00 | Stóra Kóngsfell | 6 km / 150m |
18. okt. | Þriðjud. | 18:00 | Lyklafell | 5 km / 200m |
23. okt. | Sunnud. | 09:00 | Arnarfell á Þingvöllum | 5 km / 200m |
1. nóv. | Þriðjud. | 18:00 | Austurheiðar Reykjavíkur | 7 km / 200m |
6. nóv. | Sunnud. | 10:00 | Helgafell Hafnarfirði | 6 km / 300m |
15. nóv. | Þriðjud. | 18:00 | Búrfell Heiðmörk | 6 km / 150m |
20. nóv. | Sunnud. | 10:00 | Þyrill | 8 km / 300m |
29. nóv. | Þriðjud. | 18:00 | Valahnúkar | 7 km / 200m |
4. des. | Sunnud. | 10:00 | Eldvörp | 11 km / 300m |
Jólafrí | Jólafrí | |||
29. jan. | Sunnud. | 10:00 | Mosfell | 4 km / 230m |
7. feb. | Þriðjud. | 18:00 | Úlfarsfell frá Skarhólamýri | 4 km / 200m |
12. feb. | Sunnud. | 10:00 | Reykjafell | 7 km / 450m |
14. feb. | Þriðjud. | 17:30 | Auka æfingaganga 1 klst | |
21. feb. | Þriðjud. | 18:00 | Reykjafell (söguslóðir Óskars og Blómeyjar) | 4 km / 230m |
26. feb. | Sunnud. | 10:00 | Búrfell í Grímsnesi | 7 km / 450m |
28. feb. | Þriðjud. | 18:00 | Auka æfingaganga 1 klst | |
7. mar. | Þriðjud. | 18:00 | Blákollur hringur | 6 km / 350m |
12. mar. | Sunnud. | 09:00 | Helgafell, Reykjafell og Æsustaðarfjall | 10 km / 500m |
14. mar. | Þriðjud. | 17:30 | Auka æfingaganga í klst | |
21. mar. | Þriðjud. | 18:00 | Bjarnafell Ölfusi | 6 km / 300m |
26. mar. | Sunnud. | 09:00 | Akrafjall | 7 km / 600m |
28. mar. | Þriðjud. | 17:30 | Auka æfingaganga í klst | |
Páskafrí | Páskafrí | |||
18. apr. | Þriðjud. | 18:00 | Sköflungur | 7 km / 300m |
23. apr. | Sunnud. | 09:00 | Sogin, Grænadyngja, Græna- og Spákonuvatn | 8 km / 500m |
25. apr. | Þriðjud. | 18:00 | Auka æfingaganga 2 klst | |
2. maí | Þriðjud. | 18:00 | Hrafnabjörg Þingvöllum | 6 km / 300m |
7. maí | Sunnud. | 09:00 | Dalafell, Dalaskarðshnúkur, Kyllisfell, Kattartjarnir og Klambralaug | 15 km / 700m |
9. maí | Þriðjud. | 20:00 | Fræðslufundur um lengri sumarferðir | |
12.-14. maí | Helgi | 16:00 | Þórsmörk - helgarferð* | |
23. maí | Þriðjud. | 17.30 | Auka æfingaganga í 2 klst | |
6. jún. | Þriðjud. | 17.30 | Auka æfingaganga í 2 klst | |
13. jún. | Þriðjud. | 17.30 | Auka æfingaganga í 2 klst | |
20. jún. | Þriðjud. | 17.30 | Auka æfingaganga í 2 klst | |
27. jún. | Þriðjud. | 17:30 | Auka æfingaganga í 2 klst | |
2. júl. | Sunnud. | 07:00 | Laugavegurinn sumarferð 5 dagar ** | 54 km |
* Þórsmörk Helgarferð er val. Greiða þarf sér fyrir skálagistingu og rútu.
** Laugvegurinn sumarferð 5 dagar er val. Greiða þarf sér fyrir þá ferð.
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.