FÍ Göngur og gaman Reykjanesskagi II

Um verkefnið 

Göngur og gaman er fjallaverkefni fyrir alla sem vilja hafa gaman á fjöllum og njóta náttúrunnar en um leið fræðast um land og sögu. Fjallaverkefnið samanstendur af 14 göngum, 7 miðvikudags kvöldgöngum og 7 sunnudagsgöngum. Haustið 2021 ætlum við að ganga um heitasta svæði landsins Reykjanesskaga þar sem Norður- Atlandshafshryggurinn rís úr sjó. Stórbrotin náttúru og leyndar perlur með háhitasvæðum, hraunbreiðum, gígum, gjám, dyngjum, vötnum og eldgosi. Verkefnið byrjar í september og endar í byrjun desember. Göngur og gaman endar sín verkefni á kaffi- eða matarhlaðborði þar sem við njótum saman eftir síðustu gönguna, það er val þátttakanda að taka þátt í hlaðborði og er engin skylda.

Umsjón:  Edith Gunnarsdóttir 
Verð: 62.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.

Verkefnið er fullbókað. Hægt er að skrá sig á BIÐLISTA

 

Kynningarfundur á Facebooksíðu FÍ, 25. ágúst kl. 20

Dagskrá FÍ Göngur og Gaman - Reykjanesskagi - II

Dags Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
25.ágú Miðvikudagur 20:00 Kynningarfundur á FB síðu Ferðafélagsins  
1.sep Miðvikudagur 19:00 Fræðslufundur á Zoom fyrir þátttakendur  
15.sep Miðvikudagur 18:00 Hattur og Hetta 6km/300m
26.sep Sunnudagur 09:00 Trölladyngja, Grænadyngja  8km/550m
      og Lambafellsgjá  
29.sep Miðvikudagur 18:00 Keilir 8km/300m
10.okt Sunnudagur 09:00 Sogin, Spákonuvatn, Grænuvatnseggjar, 10km/500m
      Grænavatn og Fíflavallafjall  
13.okt Miðvikudagur 18:00 Arnarfell og Bæjarfell 4km/200m
24.okt Sunnudagur 09:00 Geitahlíð og Eldborg 8km/400m
27.okt Miðvikudagur 18:00 Vatnshlíðarhorn 6km/300m
7.nóv Sunnudagur 09:00 Skógfellavegur 17km/130m*
10.nóv Miðvikudagur 18:00 Húsafell og Fiskidalsfjall 6km/300m
21.nóv Sunnudagur 09:00 Sandfell, Lágafell, Klifurgjá, Þórðarfell o.fl. 15km/500
24.nóv Miðvikudagur 18:00 Sýlingafell og Hagafell 7km/250m
5.des Sunnudagur 09:00 Prestastígur 15km/160m
8.des Miðvikudagur 18:00 Stóra Skógfell 6km/200m
12.des Sunnudagur 09:00 Eldvörp og hlaðborð* 10km/120m

 

*Kaffi- eða matarhlaðborð er valmöguleiki, greiðist sér og er innheimt af fararstjóra

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.