Ferðir 2026
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2026 kemur út í desember 2025 og verður birt hér á heimasíðunni. Í ferðaáætluninni verður mikið og fjölbreytt úrval ferða fyrir alla aldurshópa, Í boði eru meðal annars dagsferðir, sumarleyfisferðir, skíðaferðir, ferðir Ferðafélags barnanna, FÍ Ung, ferðir eldri og heldri félaga og vinsælir gönguhópar.
Ferðaáætlunin er eingöngu birt með stafrænum hætti. Um leið er hægt að bæta við ferðum eftir atvikum og eða vinna eftir aðstæðum, t.d. snjóalögum, veðri og færð.