Umhverfisstefna FÍ

Þar er helg jörð

Ferðafélag Íslands hefur með starfi sínu frá upphafi lagt ríka áherslu á virðingu fyrir náttúrunni í samskiptum manns og náttúru.

„Þér, sem ferðist til þess að njóta fegurðar, hreinleika og göfgi íslenskrar náttúru, lítilsvirðið aldrei fegurstu blettina með því að skilja þar eftir úrgang og matarleifar. Njótið fegurðarinnar, ilmsins og gróðursins en skiljið við hvern stað svo að hann beri ekki brennimerki eftir komu ykkar. Þegar þér veljið fegursta blettinn og hvílið yður um stund, þá skiljið ekki við hann í sárum eftir jarðrask. Virðing fyrir fegurð náttúrunnar er fyrsta skilyrði þess að þér getið notið hennar og hinna göfgandi áhrifa, sem hún veitir. Munið að hvar sem þér leitið hvíldar í náttúrinni, þar er helg jörð.“
(Úr Árbók FÍ 1932)

 

Umhverfisstefna Ferðafélags Íslands

  • Ferðafélag Íslands skal vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í starfi sínu.

  • Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að lágmarka þau áhrif. Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.

  • Ferðafélag Íslands vill stuðla að góðri umgengni ferðamanna og vernd náttúru landsins, m.a. með samstarfi við umhverfis- og náttúruverndaraðila.

  • Ferðafélag Íslands tekur tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlar þannig að betra umhverfi í náttúru Íslands.

  • Ferðafélag Íslands sýnir náttúru Íslands virðingu og leitast við að valda sem minnstu raski í umhverfinu í ferðum félagsins og á skálasvæðum og í öllu starfi félagsins.

  • Ferðafélag Íslands leggur áherslu að uppbygging skála á hálendi Íslands vegna öryggis og þjónustu við ferðamenn skuli vera einföld og umhverfisvæn.

  • Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að uppbygging samgangna á hálendi Íslands vegna öryggis og þjónustu við ferðamenn skuli vera einföld og umhverfisvæn.

  • Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að starfsfólk, sem og aðrir sem vinna fyrir félagið, hafi hæfni og þekkingu til að framfylgja umhverfisstefnu félagsins.

  • Ferðafélag Íslands kynnir stefnu sína í umhverfismálum opinberlega og gerir grein fyrir árangri félagsins í umhverfismálum og stuðlar þannig að opinni og málefnalegri umræðu.