- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Ferðafélag Íslands starfar eftir gæðakerfi í samræmi við Vakann, gæðavottun Ferðamálastofu. Gæðahandbókin nær yfir almennan rekstur félagsins, skrifstofu þess, fjármál, starfsmannahald og ferðir. Í handbókinni eru að finna ítarlegar viðbragðs - og öryggisáætlanir ásamt starfsmanna- og umhverfisstefnu og fleira sem snýr að rekstri félagsins.
Gæðakerfið nær ekki til starfsemi deilda félagsins, enda eru þær sjálfstæðar í öllum sínum rekstri. Skálarekstur og gistiþjónusta er ekki hluti af gæðakerfi Vakans og því nær þessi handbók ekki til þeirra þátta.
Félagið hyggst endurskoða og uppfæra gæðakerfið reglulega í samræmi við úttektir Vakans.