Gæðahandbók

Ferðafélag Íslands starfar eftir gæðakerfi í samræmi við Vakann, gæðavottun Ferðamálastofu. Gæðahandbókin nær yfir almennan rekstur félagsins, skrifstofu þess, fjármál, starfsmannahald og ferðir. Í handbókinni eru að finna ítarlegar viðbragðs - og öryggisáætlanir ásamt starfsmanna- og umhverfisstefnu og fleira sem snýr að rekstri félagsins.

Gæðakerfið nær ekki til starfsemi deilda félagsins, enda eru þær sjálfstæðar í öllum sínum rekstri. Þess ber þó að geta að félagið leggur áherslu á að deildir tileinki sér eftir föngum þær reglur og kröfur sem hér eru viðhafðar. Skálarekstur og gistiþjónusta er ekki hluti af gæðakerfi Vakans og því nær þessi handbók ekki til þeirra þátta.

Félagið hyggst endurskoða og uppfæra gæðakerfið árlega.

Gæðahandbók FÍ er í endurskoðun og verður aðgengileg á þessari síðu að henni lokinni.