Ratleikur í Heiðmörk

Hægt er að hefja ratleikinn hvenær sem er, einn þátttakandi eða fleiri. Ekki er um kapphlaup að ræða, heldur reynir á ratvísi, hugmyndaflug, skynjun og styrk þátttakenda. Lesa þarf í skýjafar, vindátt, plöntu- og trjátegundir, sólúr og sögulegan fróðleik ásamt því að leggjast í hengirúm.

Ekið Rauðhólamegin inn í Heiðmörk, alltaf beint áfram (framhjá Furulundi) þar til komið er að bílastæði við skilti Ferðafélags Íslands. Þar í grennd er póstkassi þar sem nálgast má eintak af ratleiknum ásamt korti og skila lausnum á sama stað. Einnig má nálgast eintak af ratleiknum hér á síðunni með því að smella á myndina hér að neðan.

  • Takið með ykkur penna, lesgleraugu og nesti!
  • Skiljið hvergi eftir rusl
  • Áttaviti ekki nauðsynlegur
  • Dregið úr réttum lausnum
  • Veglegir vinningar frá Ferðafélagi Íslands og Fjallakofanum.
  • Þátttaka í ratleiknum ókeypis


Höfundur ratleiksins er Björk Sigurðardóttir kennari í Ísaksskóla

 

 

Skila inn svörum stafrænt

Hér er form sem hægt er að nota til að skila svörum inn rafrænt.

Gott er að vista PDF-kortið hér að ofan í símann og nota það til að skoða en fylla út lausninar á vefsíðunni.