Ferðafélag barnanna

Hulda huldustelpa

Steinar huldustrákur

Ferðafélag barnanna er deild innan Ferðafélags Íslands og þátttakendur þurfa að vera félagar í FÍ. Einstaka ferðir FB eru þó ōllum opnar. Það er mjōg auðvelt að gerast félagi í FÍ.

Höfuðmarkmið Ferðafélags barnanna er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa leyndardóma umhverfisins og sanna gleði í náttúrunni. Félagið var stofnað árið 2009 að fyrirmynd norska ferðafélagsins DNT.

Allar ferðir Ferðafélags barnanna, sem taldar eru upp hér að neðan, eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra.
Á facebooksíðu Ferðafélags barnanna er hægt að fylgjast vel með dagskránni. 

Það er eðlilegt að það vakni alls konar spurningar þegar ferðalög með börnum eru skipulögð:

Hvenær getur barnið mitt farið í fjallgöngu?
Er of kalt að láta börn sofa í tjaldi?
Hvaða leiki er hægt að fara í úti í náttúrunni?
Hvernig ferðir henta börnum?
Hverju þarf að pakka?

Á síðunum hér til hliðar er þessum og fleiri spurningum svarað. Góða skemmtun!


Huldubörnin Hulda og Steinar eru sérlegir fulltrúar Ferðafélags barnanna. Brian Pilkington er faðir þessara skemmtilegu systkina.