Ferð: Fuglaskoðun

Suðvesturland
Fuglaskoðun
Með fróðleik í fararnesti 
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Fuglafræðingar frá Háskóla Íslands leiða ferð um fjöru á höfuðborgarsvæðinu þar sem fuglarnir safnast saman. Gott er að koma með sjónauka og gjarnan fuglabækur. 2 klst.   

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.  

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!  

Brottför/Mæting
Kl. 11 í fjöru á höfuðborgarsvæðinu. Nánari staðsetning auglýst síðar á Fésbók og heimasíðu FÍ.