Ferð: Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun í Grafarvogi

Suðvesturland

Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun í Grafarvogi

Með fróðleik í fararnesti 
Lýsing

Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Sölvi Rúnar Vignisson, doktorsnemi og fleiri fuglafræðingar frá Háskóla Íslands, munu leiða ferð um fjöruna í Grafarvogi þar sem farfuglarnir safnast saman. HÍ mætir líka með öfluga fuglasjónauka. Gott er að koma með sína eigin sjónauka og gjarnan fuglabækur. 2 klst.

Hluti af „Með fróðleik í  fararnesti,“ verkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem hlaut vísindaverðlaun Rannís 2023

Brottför/Mæting
Kl. 13 við Grafarvogskirkju

Með fróðleik í fararnesti

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis!

Nánari upplýsingar síðar á Fésbók og heimasíðu FÍ og HÍ.