Yfirlitskort skála
Skálar Ferðafélags Íslands og deilda FÍ eru á alls 40 stöðum víðs vegar um landið.
Við flesta skála Ferðafélags Íslands er hægt að tjalda gegn gjaldi. Ekki er þörf á að panta tjaldstæði fyrirfram. Tjaldgestir þurfa að hafa meðferðis allan viðlegubúnað. Tjaldgestir hafa ekki aðgang að aðstöðu inn í skálum s.s. eldhúsi. Tjaldgestir hafa aðgang að salernum, drykkjarvatni, útiborðum og bekkjum. Vinsamlega athugið að bannað er að tjalda utan merktra tjaldsvæða innan Friðlands að Fjallabaki sem og öðrum skálasvæðum á gönguleiðinni Laugavegur.