Deildir FÍ

Innan Ferðafélags Íslands eru starfandi 15 sjálfstæðar ferðafélagsdeildir um allt land.

Ferðafélögin á landsbyggðinni starfa í anda Ferðafélagsins og samkvæmt lögum félagsins en eru með eigin stjórn og sja´lfstæðan fjárhag.

Þær standa fyrir eigin ferðum og ferðaáætlunum, eiga og reka ferðaskála og sinna margvíslegri fræðslu og útgáfustarfi í heimabyggð.

Skálar Ferðafélags Íslands og deilda FÍ eru á alls 41 stað víðs vegar um landið. Allir geta notað skálana, óháð aðild að Ferðafélaginu en félagsmenn njóta afsláttarkjara.

Nánar um starfsemi hvers ferðafélags, upplýsingar um skála og ferðir má finna hér neðar.