Ferðaskilmálar og reglur

Staðgreiða þarf í allar ferðir, verkefni og námskeið við bókun, nema annað sé tekið fram.

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að halda eftir 15% afbókunar gjaldi.

Verð í ferðir og námskeið félagsins er sett fram með tvennum hætti: Annars vegar fyrir félagsmenn FÍ og hins vegar fyrir þá sem ekki eru skráðir félagsmenn. Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að innheimta árgjald félagsins eða mismun almenns verðs og félagsverðs hafi félagsverð verið greitt án virkrar félagsaðildar.

Ferðafélag Íslands rekur ekki rútuþj´ónstu eða siglingar en á samstarf við viðurkennda aðila um slíka þjónustu. 

AFBÓKUN

 Sé ferð/námskeið afbókuð þarf að senda skriflega tilkynningu um það á fi@fi.is eða hringja í síma 5682533

Afbókunarskilmálar fyrir dagsferðir

  • Afbókun 7 dögum eða meira fyrir brottför: 85% fargjalds endurgreitt.
  • Afbókun 6-3 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreitt.
  • Afbókun 2 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

  • Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa forfalla-, ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Afbókunarskilmálar fyrir lengri ferðir (2 dagar og lengri)

  • Afbókun 30 dögum eða meira fyrir brottför: 85% fargjalds endurgreitt.
  • Afbókun 29-14 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreitt.
  • Afbókun 13-7 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreitt.
  • Afbókun 6-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

  • Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa forfalla-, ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla- og hreyfiverkefni

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

  • Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa forfalla-, ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Afslættir

Börn og unglingar, 7-18, í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald í ferðir félagsins. Börn, 6 ára og yngri, ferðast ókeypis með forráðamönnum sínum.

Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá afslátt í allar ferðir félagsins. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.

Breytingar

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð/námskeiði eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Ef félagið aflýsir ferð/námskeiði, er fargjald endurgreitt að fullu.

Tryggingar

Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa forfalla-, ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Fyrirvarar

Þátttakendum í ferðum FÍ er ljóst að för í óbyggðum getur verið áhættusöm. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð og skuldbinda sig með skráningu í ferð til að gera ekki kröfur á FÍ vegna mögulegs tjóns sem þeir verða fyrir í ferðinni.

Farþegar verða að velja ferðir sem hæfa þeirra líkamlega formi. Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingar um útbúnað og veður áður en lagt er af stað.

Birting myndefnis

Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.