Búnaðarlistar

Í gönguferðum um fjöll og firnindi er ýmist gengið með léttan dagpoka með nauðsynjum hvers dags eða stóran bakpoka sem geymir mat, svefnpoka og tilheyrandi fyrir alla daga ferðarinnar.

Margs konar búnaður er alltaf í bakpokanum, hvort sem farið er í stuttar eða langar ferðir. Göngumenn ættu til dæmis aldrei að fara til fjalla öðruvísi en að taka með sér tæki til rötunar og vatns- og vindheldan klæðnað, enda er allra veðra von á Íslandi. Annar búnaður fer eftir eðli ferðarinnar, lengd og persónulegum þörfum göngumannsins.

Á Loðmundi

Dagsferðir

Það er sitt hvað að rölta upp að Steini í Esjunni eða upp á Botnssúlur en að mörgu leyti þarf búnaðurinn í dagpokanum að vera sá sami.

Hér er búnaðarlisti fyrir dagsferðir.

Bækistöðvarferðir

Bækistöðvarferðir nefnast þær ferðir þar sem gist er á sama stað í einhverjar nætur og gengið með léttan dagpoka út frá náttstað. Ýmist er gist í tjaldi eða skálum í svona ferðum.

Hér er búnaðarlisti fyrir bækistöðvarferðir.

Trússferðir

Í trússuðum ferðum er farangur fluttur á milli náttstaða á meðan göngufólkið gengur á milli með léttan dagpoka. Gistingin getur ýmist verið í tjaldi eða skálum.

Hér er búnaðarlisti fyrir trússferðir.

Bakpokaferðir

Bakpokaferðir nefnast þær ferðir þar sem gengið er á milli náttstaða með allan farangur á bakinu. Stundum er gengið á milli skála en oft er tjald borið á bakinu líka og þá er göngumaðurinn ekki bundinn af neinum náttstað og ferðast frjáls eins og fuglinn - með þungan bakpoka þó!

Hér er búnaðarlisti fyrir bakpokaferðir.

Gengið og skíðað á jökli

Þegar ferðast er um jökla þarf að pakka aðeins öðruvísi en fyrir hefðbundnar fjallgöngur þar sem margs konar jöklabúnaður bætist við farangurinn.

Hér er búnaðarlisti fyrir jöklaferðir.

Hlaupaferðir

Þegar pakkað er fyrir hlaupaferð þarf að pakka rétt. 

Hér er búnaðarlisti fyrir hlaupaferðir.