Búnaðarlistar

Í gönguferðum um fjöll og firnindi er ýmist gengið með léttan dagpoka með nauðsynjum hvers dags eða stóran bakpoka sem geymir mat, svefnpoka og tilheyrandi fyrir alla daga ferðarinnar.

Margs konar búnaður er alltaf í bakpokanum, hvort sem farið er í stuttar eða langar ferðir. Göngumenn ættu til dæmis aldrei að fara til fjalla öðruvísi en að taka með sér tæki til rötunar og vatns- og vindheldan klæðnað, enda er allra veðra von á Íslandi. Annar búnaður fer eftir eðli ferðarinnar, lengd og persónulegum þörfum göngumannsins.