- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fréttir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Nauðsynlegt er að panta skálagistingu og greiða þarf gistigjöld við bókun. Til að tryggja félagsverð þarf að greiða árgjald áður en greiðsla fer fram.
Hópabókanir í skála skal greiða í einu lagi. Áður en greiðsla fer fram þarf forsvarsmaður hópsins að framvísa nafnalista þar sem kennitölur félagsmanna koma fram. Eftir greiðslu fær forsvarsmaður þjónustubeiðni til að framvísa í skála.
Við viljum ítreka mikilvægi þess að forsvarsmaður hóps kynni sér og upplýsi samferðafólk sitt um bókunarskilmála félagsins til að koma í veg fyrir misskilning síðar.
Börn og unglingar, 7-18, í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald bæði í skála og á tjaldsvæði. Börn, 6 ára og yngri, gista ókeypis með forráðamönnum sínum.
Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá afslátt í alla skála og tjaldsvæði félagsins. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.
Ef skálagisting er afpöntuð gilda eftirfarandi reglur:
Afbókun 30 dögum eða meira fyrir dagsetningu: 85% endurgreiðsla gistigjalds.
Afbókun 29-14 fyrir dagsetningu: 50% endurgreiðsla gistigjalds.
Afbókun 13-7 fyrir dagsetningu: 25% endurgreiðsla gistigjalds.
Afbókun innan við viku frá dagsetningu: Engin endurgreiðsla.
Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu og dvelja í skálum eða á tjaldsvæðum félagsins á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Skáli | Almennt verð / Félagsverð |
Álftavatn | 9500 / 5000 kr. |
Emstrur | 9500 / 5000 kr. |
Fimmvörðuháls / Baldvinsskáli | 9000 / 5000 kr. |
Hagavatn | 5500 / 3500 kr. |
Hlöðuvellir | 6000 / 4000 kr. |
Hornbjargsviti | 9000 / 5000 kr. |
Hrafntinnusker | 9500 / 5000 kr. |
Hvanngil | 9500 / 5000 kr. |
Hvítárnes | 6000 / 4000 kr. |
Landmannalaugar | 9500 / 5000 kr. |
Norðurfjörður / Valgeirsstaðir | 7000 / 4500 kr. |
Nýidalur | 9500 / 5000 kr. |
Þjófadalir | 5500 / 3500 kr. |
Þórsmörk / Langidalur | 9500 / 5000 kr. |
Þverbrekknamúli | 6000 / 4000 kr. |
Tjaldgisting | 2000 / 1000 kr. |
Tjaldgisting í Norðurfirði | 1500 / 1000 kr. |
Aðstöðugjald* | 500 / 500 kr. |
Sturtugjöld ** | 500 / 500 kr. |
Verðskrá er birt með fyrirvara um innsláttarvillur
* Ef aðstaða við skála FÍ er nýtt svo sem klósett og grill, án þess að gista, þá þarf að greiða aðstöðugjald. Einungis er hægt að nýta aðstöðu innandyra ef nóg pláss er í skála. Hægt er að kaupa aðstöðugjald fyrirfram á netinu fyrir 400 kr.
** Sturtugjöld eru hvorki innifalin í skálagistingu né aðstöðugjaldi. Greiða þarf í sturturnar með smámynt í þar til gerða sjálfsala.