Elín Björk kjörin varaforseti stjórnar Ferðafélags Íslands - Agnes Ósk ný í stjórn félagsins.
20.03.2025
Elín Björk Jónasdóttir var kjörin í embætti varaforseta Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Elín hefur átt sæti í stjórn félagsins sl. 2 ár og tekur við emæbttinu af Sigrúnu Valbergsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elín Björk hefur tekið þátt í starfi Ferðafélags Íslands í mörg ár. Elín er þjóðþekkt sem veðurfréttamaður í mörg ár og starfaði lengi á Veðurstofu Íslands en starfar í dag sem sérfræðingur í Umhverfisráðuneytinu.