FI skilti og merkingar
22.07.2025
Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því setja upp upplýsingaskilti og merkingar á vinsælum gönguleiðum. Fræðslu- og forvarnarstarf er mikillvægur hluti af starfi félagsins og eitt af kjörsviðum þess. Sett hafa verið upp skilti og merkingar á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna og einnig við vinsæl fjöll, til að mynda Esjuna, Vífilsfell, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Einnig hafa verið settir upp myndarlegir vegvísar / veprestar á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi og Kjalvegi hinum forna.




