Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur - 27. september

Ferðafélag Íslands býður upp á einstaka gönguferð þar sem Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur og fyrrum forsætisráðherra leiðir þátttakendur um Esjuna og segir frá Kjalnesinga sögu, sem má kalla heimasögu Reykvíkinga en þar kemur galdrakonan Esja meðal annars við sögu. Katrín segir frá henni og öðrum persónum sögunnar á leiðinni upp fjallið. 

 

Gangan er 27. september, hefst við Esjustofu kl. 11 og verður gengið með rólegum gönguhraða þannig að ferðin henti sem flestum.

 

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram

 

Nánari upplýsingar: Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur.

 

Skrá mig í ferðina