Ferðareglur barnanna

Hér koma nokkrar góðar reglur og ráð sem gott er að hafa í huga þegar skipuleggja á ferðir með börnum.

  • Öll börn geta farið í ferðalag
  • Við viljum gjarnan hafa vin okkar með
  • Við viljum taka þátt í að skipuleggja ferðina
  • Okkur langar til þess að ganga á undan og ákveða hraðann
  • Við viljum hafa tíma til þess að leika og upplifa spennandi hluti
  • Við viljum hafa tíma til að tala um það sem fyrir augu ber
  • Við viljum fá eitthvað gott þegar takmarkinu er náð
  • Við viljum hafa það notalegt á kvöldin þegar við erum að gista
  • Við viljum ekki vera köld, blaut eða smeyk