Siðareglur Vakans

Vakinn er sérhannað gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Markmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi.

 

Siðareglur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands fylgir siðareglum Vakans sem eru eftirfarandi:

  • Ferðafélagið veitir viðskiptavinum sínum kurteislega og áreiðanlega þjónustu.
  • Ferðafélagið virðir og viðheldur  trúnaði og þagmælsku gagnvart viðskiptavinum.
  • Ferðafélagið hefur að leiðarljósi fagmennsku, heiðarleika og sanngirni í öllum samskiptum  og viðskiptum.
  • Ferðafélagið sýnir öllum viðskiptavinum sömu virðingu og tillitssemi óháð  t.d. kyni, uppruna, menningu, kynhneigð, trú, aldri, þjóðfélagsstöðu og líkamlegu atgervi.
  • Ferðafélagið tryggir að allar upplýsingar til viðskiptavina séu réttar og að auglýsingar þess gefi sanna og trúverðuga mynd af þjónustu  og aðstöðu.
  • Ferðafélagið verðleggur vörur og þjónustu með skýrum hætti í samræmi við gildandi lög.
  • Ferðafélagið leitast við að svara öllum fyrirspurnum og óskum  á faglegan og skilvirkan hátt.
  • Ferðafélagið tryggir sanngjörn og skjót viðbrögð við kvörtunum.
  • Ferðafélagið hefur í heiðri öll lög og reglur varðandi reksturinn og fylgir þeim eftir.
  • Ferðafélagið tryggir að faglega sé staðið að bókhaldi og reikningsskilum.
  • Ferðafélagið uppfyllir allar skyldur við starfsmenn með því að fara að lögum og gildandi kjarasamningum.
  • Ferðafélagið sér til þess að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun og fræðslu og að vinnuskilyrði séu við hæfi.
  • Ferðafélagið tryggir öryggi starfsmanna og viðskiptavina með faglegum starfsháttum, góðri aðstöðu og viðurkenndum búnaði.
  • Ferðafélagið sýnir í verki ábyrgð gagnvart íslenskri náttúru, umhverfi og samfélagi.
  • Ferðafélagið hefur í heiðri hagsmuni og orðstír Íslands sem hágæða dvalarstaðar, þar sem fagmennska, gestrisni, góð þjónusta og sjálfbærni eru í fyrirrúmi.