Já, til að tryggja pláss í skála þarf að bóka fyrir fram. Ef ferðast er í júlí eða ágúst er um að gera að bóka með sem mestum fyrirvara.
Það eru kojur í öllum skálum og sum staðar geta gestir þurft að deila koju með öðrum ferðalöngum. Skálaverðir sjá um að útdeila gestum plássi í skála. Talið við skálavörð áður en þið farið inn í skála.
Það er ekki mögulegt að tengjast þráðlausu neti í skálunum okkar. Hægt er að tengjast 4G neti víða á skálasvæðum.
Símasambandið er ágætt á flestum stöðum, en stundum gæti þurft að fara upp á næsta hól til að ná sambandi. Ekkert símasamband er við skálann í Emstrum.
Já, það er aðeins bókað í skálana á Laugaveginum frá norðri til suðurs, þ.e. frá Landmannalaugum til Þórsmerkur.
Já, það er hægt að komast í sturtu í öllum skálum á Laugaveginum nema í Hrafntinnuskeri. Sturtan kostar 500 kr. og hægt er að greiða bæði með korti og reiðufé.
Er hægt að hlaða raftæki í skálum Ferðafélagsins?
Nei, það er ekkert rafmagn í skálunum okkar og því hvergi hægt að hlaða. Við seljum hleðslubakna í skálunum á Laugaveginum og víðar fyrir 3500 kr.
Nei, í skálunum okkar er allur borðbúnaður sem þarf til að elda og borða einfaldar máltíðir; gashellur, pottar, pönnur, diskar, skálar og hnífapör. Einnig eru uppþvottalögur og -bursti, viskustykki og tuskur í öllum skálum.
Allir óskilamunir eru sendir á skrifstofuna okkar í Reykjavík. Best er að senda fyrirspurn þangað í tölvupósti.
Við tökum bæði við kortum og reiðufé í skálunum okkar.
Það eru vatnssalerni í öllum skálum nema í Hrafntinnuskeri en þar er kamar. Það er bæði klósettpappír og handsápa á klósettunum.
Nei, það er rennandi vatn í öllum skálum. Í einhverjum skálum stendur stór pottur með heitu vatni á hellu í eldhúsinu. Mikilvægt er að potturinn sé alltaf fullur og því þarf að gæta þess að setja í hann jafn mikið og tekið var úr honum.
Hér eru endurgreiðsluskilmálarnir okkar:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 30 dögum fyrir dagsetningu 85% endurgreiðsla gistigjalds.
Afbókun 29 -14 dögum fyrir dagsetningu, 50% endurgreiðsla af gistigjaldi.
Afbókun 13-7 dögum fyrir dagsetningu, 25% endurgreiðsla af gistigjaldi.
Engin endurgreiðsla ef afbókað er innan viku frá dagsetningu.