Skálar FÍ
Upplýsingar um skála og gistibókanir í skálum.
Hægt er að tjalda við alla skála Ferðafélags Íslands gegn gjaldi. Gert er ráð fyrir að gestir hafi pantað tjaldstæði fyrirfram.
Tjaldgestir þurfa að hafa meðferðis allan viðlegubúnað. Tjaldgestir hafa ekki aðgang að aðstöðu inni í skálum s.s. eldhúsi en hafa aðgang að salernum, drykkjarvatni, útigrillum, útiborðum og bekkjum.
Næturgisting er einungis heimil í skálum og á skilgreindum tjaldsvæðum.

