Tjaldgisting

Hægt er að tjalda við alla skála Ferðafélags Íslands gegn gjaldi. Gert er ráð fyrir að gestir hafi pantað tjaldstæði fyrirfram.

Tjaldgestir þurfa að hafa meðferðis allan viðlegubúnað. Tjaldgestir hafa ekki aðgang að aðstöðu inni í skálum s.s. eldhúsi en hafa aðgang að salernum, drykkjarvatni, útigrillum, útiborðum og bekkjum.

  • Í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Emstrum og Þórsmörk eru skjólhús eða skjóltjöld fyrir tjaldgesti.
  • Ekki er hægt að henda rusli í Hrafntinnuskeri og Emstrum.
  • Í Landmannalaugum, Álftavatn, Hvanngili, Emstrum og Þórsmörk er hægt að fara í sturtu gegn gjaldi.

Næturgisting er einungis heimil í skálum og á skilgreindum tjaldsvæðum.

Verðskrá