Skálareglur

Öll viljum við eiga góða dvöl í fjallaskálum eftir erfið ferðalög um fjöll og firnindi. Það er einfalt ef allir fylgja nokkrum umgengnisreglum.

Meginreglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notalegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hreinlæti skiptir því miklu og tillitsemi við náungann er lykilatriði.

Reglur í fjallaskálum

 • Ef skálavörður er á staðnum skal byrja á því að hafa samband við hann
 • Skálavörður raðar fólki í svefnpláss og fer yfir umgengnisreglur
 • Farið er úr skóm í anddyri
 • Taka þarf með sér rusl, ef enginn gæsla er í skálanum
 • Dýrahald er ekki leyfilegt í skálum
 • Ró skal vera komin á í skála á miðnætti og ríkja til kl. 7 að morgni
 • Reykingar eru bannaðar í skálum
 • Bæði skal þvo OG ganga frá áhöldum í eldhúsi
 • Bæta skal í vatnspott á eldavél, þar sem við á
 • Ef enginn skálavörður er í skálanum skal sópa og skúra öll gólf
 • Ganga þarf frá skálanum eins og menn vilja sjálfir koma að honum
 • Greiða þarf fyrir gistingu í öllum skálum Ferðafélags Íslands
 • Til að tryggja skálapláss er betra að panta gistingu og greiða á skrifstofu félagsins