Gisting vegna Covid-19
Ferðafélag Íslands leggur sig fram um að tryggja hreinlæti og sóttvarnir í samræmi við tilmæli frá embætti landlæknis og lágmarka þannig smithættu á kórónuveiru eins og hægt er miðað við aðstæður.
Öll viljum við eiga góða dvöl í fjallaskálum eftir erfið ferðalög um fjöll og firnindi. Það er einfalt ef allir fylgja nokkrum umgengnisreglum.
Meginreglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notalegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hreinlæti skiptir því miklu og tillitsemi við náungann er lykilatriði.