FÍ salurinn

Í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, er glæsilegur og vel búinn funda- og veislusalur.

Ferðafélagið á salinn en heldur ekki utan um útleigu hans. Til að leigja salinn skal hafa samband við Pétur Stephensen í síma 894 0040 eða með því að senda tölvupóst.

Salur FÍ

Salur FÍ rúmar 300 manns og hægt er að stilla honum upp sem fyrirlestrarsal eða þannig að 200 manns sitji við borð. Næg bílastæði eru á svæðinu, rúmgott anddyri, fatahengi, eldhús með leirtaui, tveir barir, hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, möguleiki að setja upp svið og háborð, myndvarpi og sýningartjald og góð lýsing sem hægt er að stilla á marga vegu.

Nánari upplýsingar um sal FÍ.