Fróðleikur

Ferðafélag Íslands er auðugt af margskonar fróðleik; landfræðilegum, þjóðlegum, félagslegum og svona mætti lengi telja því starf félagsins hefur verið í blóma frá stofnun þess árið 1927. Árbækur hafa verði gefnar út óslitið frá stofnun auk fjölda ferðarita og korta. Lýsingar á gönguleiðum hafa birst í blöðum og tímaritum, ógrynni ljósmynda sýnd á myndakvöldum og ófáar hetjusögur sagðar í gegnum tíðina.