Vegna mikillar eftirspurnar þá erum við að bæta við nýjum ferðum og verkefnum. Meðal annars leiðangri yfir Vatnajökul með Vilborgu Örnu pólfara, ókeypis fræðslunámskeiði fyrir félagsmenn FÍ um notkun brodda og ísaxar, kynningarnámskeiði um ferðaskíðamennsku og styttri ferðir á ferðagönguskíðum ( utanbrautarskíðum )
Einnig verða nýjar sumarleyfisferðir kynntar á næstunni en fullbókað er í fjölmargar ferðir sumarsins.
Ferðafélag Íslands hefur unnið áhættumat fyrir vetrarfjallamennsku. Góður undirbúningur, réttur búnaður, ferðaáætlun, varaplan, ferðast í hóp eru á meðal mikilvægra atriða sem þarf að hafa í huga þegar ferðast er til fjalla að vetrarlagi.
Fjölmörg námskeið eru á dagskrá hjá Ferðafélagi Íslands næstu vikur og mánuði. Má þar nefna námskeið eins og ,,ferðast á gönguskíðum," gps námskeið, fyrstu hjálp á fjöllum, námskeið í vetrarfjallamennsku, námskeið á ferðaskíðum, vaðnámskeið og fleira mætti nefna. Fyrsta námskeið vetrarins er snjóflóðanámskeið sem hefst 19. jan
Ferðaáætlun FÍ kom út fyrir jól og er að þessu sinni birt með rafrænum hætti á netinu. Viðbrögð við ferðaátæluninni hafa verið frábær og nú þegar er orðið fullbókað í tólf sumarleyfisferðir FÍ og allar ferðir Ferðafélags barnanna eru fullbókaðar. FÍ vinnur nú að því að bæta við ferðum.
Fjallahlaupahópur Ferðafélags Íslands lætur frostaveðrið ekki á sig fá og hefur frá því klukkan fjögur í gær hlaupið hring eftir hring í kringum Reynisvatn til styrktar sumarbúðum lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Ferðafélag Íslands býður upp á fjölda áhugaverðra námskeiða í vetur. Þar kennir margra grasa fyrir þá sem vilja auka á þekkingu sína og efla öryggi sitt á fjöllum.
Ferðaáætlun FÍ fyrir 2021 er komin út og má segja að aðfangadagskvöld útivistarfólks sé runnið upp og tími til að opna pakkana. Allir fá þar eitthvað fallegt hvort sem þeir vilja stutta ferð eða langa, létta eða erfiða. Hér gildir máltækið: ekki missir sá sem fyrstur fær og ekki eftir neinu að bíða að tryggja sér pláss í draumaleiðangri sumarsins.
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands er nú í fyrsta skipti gefin út eingöngu á rafrænu formi og eiga allir aðgang að henni á heimassíðu félagsins fi.is.
Þrjár aðalástæður eru fyrir þessu. Í fyrsta lagi hefur æ stærri hópur félagsmanna eingöngu nýtt sér áætlunina með nettengingu en slíkt má segja um lestur og margvíslega miðlun upplýsinga í seinni tíð s.s. í blaða- og bókaútgáfu, birtingu fréttabréfa, árskýrslu o.s.frv. Í öðru lagi vill Ferðafélagið leggja sitt af mörkum í umhverfismálum þ.á m. að draga úr pappírsnotkun sem óneitanlega er umtalsverð við prentun og útgáfu ferðaáætlunar í tugþúsunda tali. Í þriðja lagi sparast talsverð fjárupphæð með þessari dreifingaraðferð en félagið hefur leitað allra leiða til þess að draga úr rekstrarkostnaði vegna mikils tekjufalls svipað og aðrir rekstraraðilar ekki síst þeir sem starfa í ferðaþjónustu.
,,Sígildar ferðir og nýjar í bland, sumarleyfisferðir, dagsferðir, helgarferðir og skíðaferðir, lýðheilsuverkefni, fjallaverkefni og hreyfihópar, sem og Ferðafélag barnanna, FÍ Ung og deildaferðir. Það eiga allir að geta ferðir við sitt hæfi, " segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefnda um nýútkomna Ferðaáætlun FÍ 2021.
Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist hér á heimasíðunni í dag og hefjast þá bókanir um leið. Ferðaáætlunin 2021 er óvenju glæsileg og hátt í tvöhundruð ferðir í áætluninni, allt frá gönguleiðum í byggð yfir á hæstu tinda. Sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, skíðaferðir, fjalla- og hreyfiverkefni sem og Ferðafélag barnanna og FÍ Ung og deildaferðir eru í áætluninni. Að venju eru bæði sígildar ferðir sem og nýjar ferðir og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjallaverkefni FÍ 2021 eru komin í sölu. Hægt er að bóka í fjallaverkefnin á hér á heimasíðu FÍ undir Ferðir / fjalla- og hreyfiverkefni og eða hringja eða senda á póst á skrifstofuna í síma 568 - 2533 eða fi@fi.is. FÍ Alla leið, FÍ léttfeti, fótfrár og þrautseigur, FÍ Göngur og gaman, FÍ Fyrsta skrefið, FÍ Göngur og jóga, FÍ Hjól og fjall, FÍ Fjallatindar og þannig mætti lengi telja. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Árið 2021 verður frábært ár til að ganga á fjöll.
Fjallaspjallið með Vilborgu Örnu pólfara er ný podcast þáttaröð sem Ferðafélag Íslands setur nú í loftið. Í fjallaspjallinu ræðir Vilborg Arna við fjallafólk, fararstjóra og fjallaleiðsögufólk sem segir frá ævintýrum á fjöllum, reynslu og upplifun.
Ferðafélagi Íslands hefur borist góður liðstyrkur inn í fararstjórahóp félagsins því Vilborg Arna Gissurardóttir og Tomasz Þór Veruson eru gengin til liðs við félagið.
Ferðafélag Íslands frestar dagskrá fjalla- og hreyfiverkefna félagsins. Um leið er skipt yfir í heimaverkefni, einstaklingsgöngur í nærumhverfi, þrautir, leiki og félagslegan stuðning á samfélagsmiðlum verkefna. Ferðafélag Íslands minnir á almannavarnagöngur FÍ sem félagið fór af stað með sl. vor.
Fjölmargir eiga eftir að nýta sér sumargjöf stjórnvalda sem var fimm þúsund króna gjafabréf. Þeir sem eiga eftir að nýta sér sumargjöfina geta nú tvöfaldað hana með því að kaupa gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands fyrir sumargjöfina ( kr. 5000 ) sem verður að verðmæti kr. 10.000 og nýtist til kaupa á ferðum, bókum eða gistingu hjá FÍ. Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist á heimasíðu félagsins 8. desember nk og verður stútfull af skemmtilegum, spennandi ferðum og fjallaverkefnum af öllu tagi.
Ferðafélag Íslands stendur fyrir útgáfu fræðslu- og gönguleiðarita og handbóka ár hvert. Þessi rit benda gjarnan á leiðir sem ekki eru á allra vitorði og leiða göngumenn þannig á nýjar slóðir. Einnig gera þau gönguferðirnar ánægjulegri og eftirminnilegri þar sem fróðleikurinn skapar skemmtilegar tengingar við atburði og sögur úr fortíðinni.
Nú þegar haustar og bylgja þrjú í Covid 19 geisar sem hæst hvetur Ferðafélag Íslands alla til að fara í gönguferðir í nærumhverfi sínu undir yfirskriftinni Almannavarnagöngur FÍ
Á miðnætti tóku nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkiptum í samfélaginu sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 gildi. Þær gilda til og með 19. október næstkomandi. Hér má sjá um hvaða reglur ræðir:
Samk...
Áætlunarferðir Hálendisrútunnar í Landmannalaugar hafa verið framlengdar til 14. september. Þá mun Southcoast Adventure bjóða upp á áætlunarferðir í Landmannalaugar og Þórsmörk, sjá nánar á heimasíðu þeirra. Haustið er tilvalinn tími til að skella sér í Landmannalaugar eða Þórsmörk og gista eina eða tvær nætur í skálum FÍ og fara í gönguferðir í stórbrotnu umhverfi.
In accordance to the Ministry of Health in Iceland, Ferðafélag Íslands has adapted the Covid-19 guidelines by minimizing the risk of spread of the disease.
We now have to ensure the 2 meter rule in our huts and camping grounds. This means that we ha...