Mynd af gosinu af Facebook-síðu Almannavarna.
Við bendum ferðaþjónustuaðilum á að nú eru hættulegar aðstæður vegna loftmengunar við Fagradalsfjall og í nágrenni gosstöðvanna við Sundhnjúksgígaröðina. Grímuskylda er nú til að mynda komin á alla viðbragðsaðila á svæðinu. Á meðan þessar aðstæður vara ætti alls ekki að skipuleggja ferðir að gosstöðvunum.
Mögulega er hægt að fá útsýni yfir svæðið frá Arnarsetursnámu. Við hvetjum ferðaþjónustuaðila til að fylgjast með loftgæðum og spám um gasmengun inn á
vedur.is og
loftgaedi.is
Myndina tók ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson