Veðurspár fyrir Laugaveginn á bliku

skálar FÍ við Álftavatn á Laugaveginum
skálar FÍ við Álftavatn á Laugaveginum

Blika, í samstarfi við Ferðafélag Íslands (FÍ), hefur sett í loftið veðurspár fyrir Laugaveginn sem sameinar háupplausnar veðurspár og hermigreind til að varpa ljósi á aðstæður á hverjum legg göngunnar. Markmiðið er að auka öryggi og bæta upplifun göngufólks sem gengur leiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Hita, úrkomu og vindaspá á notendavænu formi birtist fyrir hvern legg leiðarinnar.
Landmannalaugar - Hrafntinnusker
Hrafntinnusker - Álftavatn
Álftavatn - Emstrur
Emstrur - Þórsmörk

“Veðurspár af Laugaveginum eru mjög mikilvægar, svo margir fara þessa leið um hálendið þar sem jafnvel má lenda í hríðarveðri um hásumar,” segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands í samtali við Morgunblaðið. “

Þá munu einnig á næstunni birtast upplýsingar frá skálavörðum um aðstæður á leiðinni, sér í lagi ef þær eru varhugaverðar. Þannig er t.a.m. hægt að setja inn upplýsingar um rennsli í ám eða ef snjór hefur verið að valda vandræðum á leiðinni.

Á  vefsíðu bliku verða spár veðurfræðinga. ,, Á vefnum munu birtast spár um hita, úrkomu og vindaspá á notendavænu formi birtist fyrir hvern legg leiðarinnar sem eru Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur og Þórsmörk. Spáin uppfærist þrisvar á dag, það er kl. 08, 12 og 20 og nákvæmni þeirra verður meiri eftir því sem þróun í gervigreind vindur fram, segir Sveinn Gauti Einarsson verkfræðingur hjá Veðurvaktinni.

Á síðunni má einnig nálgast gott kort af leiðinni. Stefnan er sett á að útbúa einnig app þar sem ferðafólk getur séð í rauntíma hvar það er statt á korti þótt ekkert sé netsambandið. Með bættum upplýsingum og veðurspám er von okkar að öryggi göngumanna á þessum slóðum aukist.

Frá og með deginum í dag verða veðurspár fyrir Laugaveginn, leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, aðgengilega á vefnum á blika.is. 

Hlekkur á vefslóð: https://www.blika.is/ganga/laugavegur