Langar þig að læra að taka betri myndir á símann þinn eða myndavélina ? Lykillinn að betri myndum er oft ekki flóknara en það að fylgja nokkrum einföldum reglum, varðandi myndbyggingu, stillingar og fleira sem við förum yfir á þessu námskeiði.
Við kennum þér undirstöðuatriðin og með því að tileinka þér þau munu myndirnar þínar klárlega verða betri!
Á námskeiðinu förum við yfir hvernig er hægt að nota snjallsímann til að fanga betri myndir og varðveita þær. Á námskeiðinu sjáum við mikið af dæmum, við prófum okkur áfram með að taka myndir og förum einnig í létta myndvinnslu. Hér eru nokkur atriði sem við förum yfir á námskeiðinu. Athugið að hér er ekki gert ráð fyrir að fólk hafi einhvern grunn í ljósmyndun. Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og þeim sem vilja styrkja sig í grunnatriðum ljósmyndunar.
Dagsetning:
Miðvikudag 13. ágúst - 18:30 - 20:30
Fimmtudag 14. ágúst - kl 18:30 - 20:30
Mánudag 18. ágúst - kl. 18:30 - 20:30
Verð kr. 25.000 / FÍ verð kr. 20.000
Nánari upplýsingar og skráning: https://ljosmyndanamskeid.is/