Ferðaáætlun 2026

Ferðaáætlun 2026

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands verður birt hér á heimasíðu félagsins föstudaginn 5. desember. Tómas Guðbjartsson formaður ferðanefndar segir að það sé alltaf hátíðarstemming þegar ferðaáætlunin kemur út. ,, Ferðanefndin er búin að vinna frábært starf síðan í lok sumars ásamt skrifstofu og gaman að kynna fjölbreytta ferðaáætlun sem að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið af ferðum í boði, " segir Tómas. Bókanir í ferðir hefjast á föstudaginn5 desember kl. 11.

Í ferðaáætlun Ferðafe´lags Íslands eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  ,, Í ferðaáætluninni eru meðal annars ferðir Ferðafélags barnanna og yfir í ferðir eldri og heldri og allt þar á milli, sumarleyfisferðir og styttri ferðir, skíðaferðir, jöklagöngur og fjölmargir gönguhópar.  " segir Tómas

Á meðal sumarleyfisferða eru margar sem eiga  sér fastan sess, t.d. á Hornstrandir, að Fjallabaki og á Öræfajökul, á meðan aðrar eru spánýjar, og því merktar sérstaklega í ferðaáætluninni.  Svo má líka nefna skíðaferðir, bæði fjallaskíðaferðir og utanbrautar skíðaferðir.  Svo eru ferðir deilda víða um land, en margar deildir bjóða upp á flottar ferðir og spennandi dagskrá,“ segir Tómas Guðbjartsson, formaður ferðanefndar.