Fræðslukvöld Ferðafélags Íslands verður haldið miðvikudaginn 21. janúar kl. 20 í Risinu Mörkinni 6.
Þátttaka ókeypis, verið öll velkomin
Gestur kvöldsins er Snorri Zóphóníasson, sem flytur erindið Byggð á lifandi landssvæði.
Erindið fjallar um landsvæðið milli Þjórsár og Hverfisfljóts. Hvergi í heiminum breytist náttúran eins ört og á Íslandi og hvergi á Íslandi eins ört og í Skaftafellssýslu. Íbúar þessa svæðis hafa fengið á sig stærstu vatnavexti á jörðinni stærstu hraun illfær mönnum og skepnum auk öskufalls, eiturgufa, jarðskjálfta o. fl. Vatnsmiklar jökulár með miklum aurframburði flæmast um, brjóta land og mynda hafnlausa strönd. Snorri mun sýna dæmi um baráttu fólksins við jökulvötnin hvernig næst að leggja vegi, brúa flakkandi auravötn og verja land til ræktunar. Byggt hefur verið upp aðvörunarkerfi vegna eldgosa og flóða með sítengdum jarðskjálftamælum, vatnshæðarmælum, leiðnimælum í ám, þenslumælum og GPS stöðvum. Tekist hefur að skapa nútíma lífsskilyrði til búsetu á svæðinu.

Svaðbælisá og Laugará í aðhaldi af vatnagörðum

Vatnagarðar við Markarfljót frá fjórða áratugnum.