Fréttir

Ný bók um Laugaveginn og Fimmvörðuháls á ensku

Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýja bók, þýðingu á hluta árbókar 2021 um Laugaveginn, yfir á ensku.

Laugavegurinn á lista The Guardian yfir bestu ævintýrastaðina í Evrópu

Vefmiðillinn Guardian telur að Laugavegurinn sé einn af bestu áfangastöðum í Evrópu fyrir þá sem þrá æv­in­týri og upplifun í stórbrotinni náttúru landsins.  Í umfjöllun Guardian segir að; ,,Laugavegurinn er eins konar örmynd af landslagi þessa ótrúlega lands. Jarðhitalindir, snjóbreiður í mikilli hæð, marglit líparítfjöll, svartar sandeyðimerkur og framandi tunglsmyndir. Að lokum, töfrandi dalurinn Þórsmörk, Þórsdalur, umkringdur birkiskógi umkringdur þremur jöklum. Að gista í fjallaskálum þýðir að þú munt finna fyrir því að vera hluti af fjölmenningarlegu, alþjóðlegu samfélagi ferðalanga, með þeirri hlýju og félagsskap sem því fylgir, með sögum sem skipst er á og minningum sem skapast.“

FI skilti og merkingar

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því setja upp upplýsingaskilti og merkingar á vinsælum gönguleiðum. Fræðslu- og forvarnarstarf er mikillvægur hluti af starfi félagsins og eitt af kjörsviðum þess. Sett hafa verið upp skilti og merkingar á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna og einnig við vinsæl fjöll, til að mynda Esjuna, Vífilsfell, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Einnig hafa verið settir upp myndarlegir vegvísar / veprestar á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi og Kjalvegi hinum forna.

Hættulegar aðstæður við Fagradalsfjall

Við bendum ferðaþjónustuaðilum á að nú eru hættulegar aðstæður vegna loftmengunar við Fagradalsfjall og í nágrenni gosstöðvanna við Sundhnjúksgígaröðina.

Betri snjallsímamyndir

Langar þig að læra að taka betri myndir á símann þinn eða myndavélina ? Lykillinn að betri myndum er oft ekki flóknara en það að fylgja nokkrum einföldum reglum, varðandi myndbyggingu, stillingar og fleira sem við förum yfir á þessu námskeiði. Við kennum þér undirstöðuatriðin og með því að tileinka þér þau munu myndirnar þínar klárlega verða betri!

Sumarleyfisferðir FÍ í fullum gangi

Það er fátt betra en góð gönguferð um okkar fallega land og kynnast fjölbreytilegu landslagi, litríkum fjöllum, hraunum, sögu og þeirri ró sem aðeins fjallgöngur bjóða upp á. Góð leiðsögn og góður félagsskapur gera slíka ferð að ómetanlegri upplifun.

Veðurspár fyrir Laugaveginn á bliku

Blika, í samstarfi við Ferðafélag Íslands (FÍ), hefur sett í loftið veðurspár fyrir Laugaveginn sem sameinar háupplausnar veðurspár og hermigreind til að varpa ljósi á aðstæður á hverjum legg göngunnar. Markmiðið er að auka öryggi og bæta upplifun göngufólks sem gengur leiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Vígsla sæluhúss FÍ á Mosfellsheiði

Ferðafélag Íslands vígði nýtt endurgert sæluhús félagsins á Mosfellsheiði sunnudaginn 22 júní að viðstöddum fjölmörgum gestum. Ólöf Kristín Sívertsen, forseti FÍ bauð fólk velkomið og þakkaði sérstaklega öllum þeim sem hafa komið að endurbyggingu hússins. Þar hafa bræðurnir Örvar og Ævar Aðalsteinssynir annast byggingu hússins en auk þeirra var Unnsteini Elíassyni hleðslumeistara úr Borgarfirði, Bjarka Bjarnasyni sem leiddi undirbúning verkefnisins, leyfismál og fl., Bjarna Bjarnasyni frá Hraðastöðum og Jóni Sverri einnig þakkað fyrir þeirra framlag. Þá var Minjastofnun og Pétri Ármannssyni og Ugga Ævarssyni þakkað fyrir gott samstarf og stuðning sem og Erni Kærnested og fasteignafélaginu Bakka.

Opið í Landmannalaugar - Laugavegurinn að opna

Vegurinn í Landmannalaugar er nú opinn og skálaverðir og landverðir mættir á svæðið. Jafnframt eru skálaverðir FÍ komnir til starfa í Emstrum og Álftavatni á Laugaveginum, auk þess sem þeir eru mættir í Skagfjörðsskála, þar sem þeir hófu störf í byrjun maí. Snjólétt hefur verið á sunnanverðu hálendinu í vetur og lítill snjór á Laugaveginum nú í upphafi tímabils. Skálaverðir mæta í Hvanngil og Hrafntinnusker í lok vikunnar. Rétt er að hafa í huga að vegurinn inn í Laugar er ekki góður og alls ekki fólksbílafær. Fólksbílar eiga ekki erindi yfir Námskvísl eða Laugalækinn.

Viltu skoða skordýr í Elliðaárdal?

Viltu skoða pöddur í algjöru návígi? Ef svo er þá skaltu endilega grípa tækifærið með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands í árvissum viðburði í Elliðaárdal á morgun, miðvikudaginn 11. júní. Gangan hefst kl. 18. Viðburðurinn er í verðlaunaröð sem kallast Með fróðleik í fararnesti og er samstarfsverkefni FÍ og HÍ sem hófst á aldarafmæli skólans.