Brosmildi formaður byggingarnefndar ætlar að byggja á Laugaveginum
21.06.2024
„Fyrstur í röðinni á Laugaveginum í framkvæmdum er Skagfjörðsskáli í Langadal í Þórsmörk,“ segir Sigurður Ragnarsson formaður byggingarnefndar FÍ . „Eftir mikla umræðu innan félagsins var ákveðið að reisa nýjan skála á stað þess gamla sem reistur var 1954. Nýi skálinn á að vera í sömu mynd og sá gamli að utan en að innan eru gerðar fáeinar breytingar til úrbóta í ljósi áratuga reynslu af rekstri skálans. Staðan á málinu er sú að lokið hefur verið við hönnun skálans eftir að bygginganefndarteikningar hans voru lagðar inn í upphafi árs 2023. Næstu skref eru að vinna í fjármögnun og velja hvaða leið verði valin við framkvæmdina. Við vonumst til að nýr skáli taki við af þeim gamla formlega vorið 2026.“