Opið í alla skála FÍ á fjöllum
			
					05.07.2024			
	
	Nú er búið að opna alla skála FÍ á fjöllum eftir frekar erfiðar aðstæður á fjöllum í júní.  Skálaverðir mættu til starfa á Laugaveginum uppúr miðjum júní og hófu undirbúning fyrir opnum. Skálaverðir eru einnig mættir til starfa í Nýjadal, í Norðurfirði, í Hornbjargsvita og í Hvítárnesi.  Sumarið og sólin hefur verið að sína sig fjöllum og ferðafólk átti til að mynda frábæra daga i í Langadal Þórsmörk um nýliðina helgi. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 




