FÍ vísar veginn
			
					15.09.2024			
	
	Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti og vegvísa  á fjölförnum vinsælum gönguleiðum.  Upplýsingaskilti hafa meðal annars  verið sett upp við skála FÍ á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi,  sem og við upphafsstaði göngu á Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls.  Vegvísar hafa verið settir upp á Laugavegi, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna, alls yfir 40 vegvísar á þessum gönguleiðum. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 




