Fréttir

Heilnæm útivist og fræðsla í samvinnu FÍ og Krabbameinsfélagsins

Síðastliðinn vetur hófst samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Krabbameinsfélagsins sem fólst í því að bjóða upp á reglulegar gönguferðir fyrir skjólstæðinga Krabbameinsfélagsins. Mikil ánæjga var með þetta verkefni og er því nú áfram haldið.

Hreint vatn í vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum

Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að mætti rekja til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa í hlutfalli af fjölda göngufólks á svæðinu verið lítil. Áfram hefur verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun.

Ávarp Hjörleifs Guttormssonar á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands 27. ágúst 2024

Kæru samfélagar í Ferðafélagi Íslands. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Ferðafélagi Íslands, starfsmönnum þess...

Á toppi Matterhorns

Síðustu helgi klifu Tómas Guðbjartsson og Matthías Sigurðsson 4478 metra háan tind Matterhorns.

FÍ fagnar Þórsmerkurþjóðgarði

Ferðafé­lag Íslands fagn­ar því að um­hverf­is­ráðuneytið íhugi að stofna þjóðgarð í Þórs­mörk og ná­grenni.

75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för. Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ. Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst...

Rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi

Nú er komið rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Ferðafélagið hefur í mörg ár unnið að því að koma vatni á í Baldvinsskála og eftir fjölmargar rannsóknar- og vettvangsferðir, mælingar og verkfræðilegar vangaveltur þá er rennandi vatn komið á í Baldvinsskála. Stefán Jökull Jakobsson umsjónarmaður skála FÍ og Daníel Guðmundsson, hans aðstoðarmaður kláruðu þetta verkefni í dag.

Forseti Íslands sæmdur gullmerki FÍ

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í Árneshrepp á Ströndum í máli og myndum:

Ferðaáætlun FÍ 2024 - allar ferðir

Hér má með einföldum hætti sjá allar ferðir í ferðaáætlun FÍ 2024; https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir. Auk þess má leita á leitarvél að styttri ferðum, sumarleyfisferðum, ferðafélags barnanna ferðum og ferðum deilda FÍ.

Opið í alla skála FÍ á fjöllum

Nú er búið að opna alla skála FÍ á fjöllum eftir frekar erfiðar aðstæður á fjöllum í júní. Skálaverðir mættu til starfa á Laugaveginum uppúr miðjum júní og hófu undirbúning fyrir opnum. Skálaverðir eru einnig mættir til starfa í Nýjadal, í Norðurfirði, í Hornbjargsvita og í Hvítárnesi. Sumarið og sólin hefur verið að sína sig fjöllum og ferðafólk átti til að mynda frábæra daga i í Langadal Þórsmörk um nýliðina helgi.