Gleði við hvert fótspor
21.04.2023
„Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir og hafa einafaldlega gaman af því að leika sér úti.“ Þetta segir Hrönn Vilhjálmsdóttir sem nú leiðir starf Ferðafélags barnanna innan FÍ, ásamt manni sínum Herði Harðarssyni. Óhætt er að segja að þessi uppskrift að félagsskap hafi virkað með stæl því starfið hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi. Þau eru því orðin býsna mörg börnin sem hafa sótt lengri og skemmri ferðir á vegum Ferðafélags barnanna.




